fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Magnús keyrir um á 52 milljón króna sportbíl

Fókus
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 16:30

Magnús Sverrir Þorsteinsson rekur eina öflugustu bílaleigu landsins og er mikill áhugamaður um glæsikerrur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental í Keflavík, er mikill áhugamaður um glæsilega bíla. Hann keyrir nú um Suðurnesin og nærsveitir á einum öflugasta sportbíl frá Mercedes-AMG. Um er að ræða bíl af gerðinni GT 63 en listaverðið á bílnum er litlar 52 milljónir króna.

Viðskiptablaðið greindi frá en bíllinn er 816 hestöfl og fer hann úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 2,8 sekúndum. Hefur glæsikerran vakið verðskuldaða athygli á götum bæjarins.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem fjárfestingar Magnúsar í bílum eða fasteignum hafa vakið athygli. Smartland greindi frá því á dögunum að Magnús hefði keypt glæsilega íbúð við Bryggjugötu 4 í Reykjavík sem var áður í eigu Novator F11 ehf., fé­lags í eigu auðmanns­ins Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar. Fyrir íbúðina, sem er 198,9 fm að stærð greiddi Magnús um 360 milljónir króna.

Í sömu frétt var rifjað upp að Magnús fjárfesti í glæsilegum Mercedes-jeppa í fyrra, svokölluðum Exit-jeppa, sem kostaði litlar 60 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Elva hefur fundið ástina

Þórdís Elva hefur fundið ástina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn