Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental í Keflavík, er mikill áhugamaður um glæsilega bíla. Hann keyrir nú um Suðurnesin og nærsveitir á einum öflugasta sportbíl frá Mercedes-AMG. Um er að ræða bíl af gerðinni GT 63 en listaverðið á bílnum er litlar 52 milljónir króna.
Viðskiptablaðið greindi frá en bíllinn er 816 hestöfl og fer hann úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 2,8 sekúndum. Hefur glæsikerran vakið verðskuldaða athygli á götum bæjarins.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem fjárfestingar Magnúsar í bílum eða fasteignum hafa vakið athygli. Smartland greindi frá því á dögunum að Magnús hefði keypt glæsilega íbúð við Bryggjugötu 4 í Reykjavík sem var áður í eigu Novator F11 ehf., félags í eigu auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fyrir íbúðina, sem er 198,9 fm að stærð greiddi Magnús um 360 milljónir króna.
Í sömu frétt var rifjað upp að Magnús fjárfesti í glæsilegum Mercedes-jeppa í fyrra, svokölluðum Exit-jeppa, sem kostaði litlar 60 milljónir króna.