fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Fókus
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er nú stödd í New York þar sem hún kynnir æfingafatamerki sitt. Af því tilefni var skellt í æfingaviðburð fyrir 30 konur sem tóku vel á því í æfingafötum frá Define the Line.

Viðburðurinn var haldinn á þaksvölum á stað sem kallast Mr. Purple og meðal gesta voru áhrifavaldar, fyrirssætur og konur sem elska hreyfingu. Um útiæfingu var að ræða sem fór fram í samstarfi við fyrirtækið Lit & Lean sem er í eigu þjálfara sem kallast Liz. Æfingin var innblásin af æfingakerfinu Nightlife Silent Disco Sculpt.

Lína Birgitta segir að viðburðuinn hafi gengið vonum framar. „Það voru allir í matching æfingasettum frá Define the Line og það var tekið vel á því. Hópurinn var einstaklega góður þar sem orkan var há og allar að peppa hvor aðra.“

Define the Line tók þátt í tískuvikunni New York Fashion Week í fyrra en æfingaviðburðurinn nú er enn eitt skrefið í átt að stærri markmiðum fyrirtækisins.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gátu gestir ekki kvartað undan útsýninu, en þar má sjá steinsteypu frumskóginn sjálfan, New York borg, í allri sinni dýrð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“