Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er nú stödd í New York þar sem hún kynnir æfingafatamerki sitt. Af því tilefni var skellt í æfingaviðburð fyrir 30 konur sem tóku vel á því í æfingafötum frá Define the Line.
Viðburðurinn var haldinn á þaksvölum á stað sem kallast Mr. Purple og meðal gesta voru áhrifavaldar, fyrirssætur og konur sem elska hreyfingu. Um útiæfingu var að ræða sem fór fram í samstarfi við fyrirtækið Lit & Lean sem er í eigu þjálfara sem kallast Liz. Æfingin var innblásin af æfingakerfinu Nightlife Silent Disco Sculpt.
Lína Birgitta segir að viðburðuinn hafi gengið vonum framar. „Það voru allir í matching æfingasettum frá Define the Line og það var tekið vel á því. Hópurinn var einstaklega góður þar sem orkan var há og allar að peppa hvor aðra.“
Define the Line tók þátt í tískuvikunni New York Fashion Week í fyrra en æfingaviðburðurinn nú er enn eitt skrefið í átt að stærri markmiðum fyrirtækisins.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gátu gestir ekki kvartað undan útsýninu, en þar má sjá steinsteypu frumskóginn sjálfan, New York borg, í allri sinni dýrð.