Hinn landsþekkti og ástsæli tónlistarmaður Stefán Hilmarsson hefur fengið nóg af orðinu „gaslýsing“. Stingur hann upp á fjölmörgum öðrum orðum sem nota megi í staðinn.
Hann segir í Facebook-færslu:
„Hvimleitt orð, „gaslýsing“, sem og „að gaslýsa“. Virðist n.k. tískufrasi, af ensku bergi. Orðin „blekking“, „blekkingaleikur“, „vélabrögð“ eða „herbrögð“ eru fyllilega góð. Einnig geta menn „villt fyrir um“ eða „slegið ryki í augu“ einhvers. Svo eru til orð eins „glýing“, „frýjun“, „andsökun“, „ámæli“, „hugvélun“, „átölur“, „ámæli“, „frýjuorð“, „villuljós“, jafnvel „hrævareldur“, sem mætti leika sér með.“