Þetta kom mörgum á óvart, og jafnvel Richards sjálfri en fyrir fjórum mánuðum sagðist hún „aldrei“ ætla að slíta sambandi sínu við Phypers.
Sjá einnig: Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Hún sagði þetta í raunveruleikaþættinum Denise Richards & Her Wild Things.
„Það er ekki auðvelt að vera giftur mér,“ sagði hún við Phypers og hann svaraði: „Það er rétt, og hún sagði það!“
„Já, ég ætla aldrei að skilja aftur. Þó svo að við hötum hvort annað, ég ætla ekki að fokking skilja,“ sagði leikkonan.
„Við munum bara búa í sitthvoru húsinu,“ sagði hann.
En það breyttist á mánudaginn þegar Phypers sótti um skilnað. Hann sagði að ástæða skilnaðarins væri óleysanlegur ágreiningur. Þau byrjuðu saman í júní 2017 og giftust ári seinna.
Sjá einnig: Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber