fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fókus

Máttu fullyrða að franska forsetafrúin hafi fæðst sem karlmaður

Fókus
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær konur, sem höfðu verið dæmdar fyrir meiðyrði gegn forsetafrú Frakklands, voru í dag sýknaðar af áfrýjunardómstól í París. Meiðyrðin fólust í fullyrðingum um að forsetafrúin, Brigitte Macron, hefði fæðst sem karlmaður.

Þær Amandine Roy, 53 ára miðill, og Natacha Rey, 49 ára bloggari, sögðust þolendur ofsókna yfirvalda og að háttsettir embættismenn væru að reyna að hylma yfir ríkisleyndarmál um kyn Brigitte. Umdeild ummæli þeirra féllu í YouTube-myndbandi sem birtist í desember árið 2021 þar sem þær héldu því fram að Brigitte hefði fæðst sem drengur að nafni Jean-Michel Trogneux.

Eitthvað voru stöllurnar að ruglast því þetta er nafn móður Brigitte. Roy og Rey héldu því einnig fram að fyrri eiginmaður forsetafrúnnar, André-Louis Auziére, hefði aldrei verið til, en Auziére lést árið 2020.

Konurnar voru dæmdar fyrir meiðyrði í neðra dómstigi og gert að greiða Brigitte miskabætur, en nú hafa þær alfarið verið sýknaðar og mega þar að auki halda því fram fullum fetum að forsetafrúin sé ekki líffræðileg kona.

Dómari taldi ummæli kvennanna njóta verndar tjáningarfrelsis og auk þess hefðu þær verið í góðri trú.

Talsmaður forsetafrúnnar segir hana miður sín með þessa niðurstöðu og að málinu sé ekki lokið af hennar hálfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“