fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. maí 2025 11:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Aimee Lou Wood rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins í þriðju þáttaröð af White Lotus.

Það hefur verið hávær orðrómur á kreiki um að það hafi kastast í kekki milli þeirra og þau talist ekki við.

Aðdáendur þáttanna láta ekkert fram hjá sér fara og tóku eftir því að leikararnir voru ekki lengur að fylgja hvort öðru á Instagram eftir að þáttaröðin lauk göngu sinni. Svo virðist sem Walton hafi blokkað Aimee þar sem ummæli hennar við fyrri færslur hafa horfið af síðunni hans, á meðan hans birtast enn á hennar. Sögusagnirnar fóru enn frekar á flug þegar þau hvort um sig deildu sinni persónu úr þáttunum á samfélagsmiðlum án þess að merkja hvort annað í færslurnar.

Sjá einnig: Kastaðist í kekki á milli White Lotus parsins?

Walton Goggins and Aimee Lou Wood

Margir bíða forvitnir eftir að vita hvað kom upp á, eða hvort eitthvað hafi yfirhöfuð komið upp á.

Aimee rauf þögnina um samstarfið með Walton á Met Gala á mánudagskvöldið. Hún var spurð hvort hún myndi mæta sem óvæntur gestur í Saturday Night Live á laugardaginn næstkomandi, en þá verður Walton Goggins kynnir í vinsælu þáttunum. Aimee sagðist ekki ætla að gera það en að hún væri spennt að sjá Walton í þessu hlutverki.

„Ég elskaði að vinna með Walton, það var best í heimi,“ sagði hún við Entertainment Tonight.

„Hann verður frábær í SNL. Þetta er fullkomið fyrir hann. Þetta verður svo fyndið, ég er spennt að sjá það.“

Það var greint frá því fyrir stuttu að Walton hafi verið búinn að samþykkja að vera gestakynnir áður en umdeildi brandarinn um Aimee fór í loftið í apríl. Grínistinn Sarah Sherman hermdi eftir Aimee og var með gervitennur, grínið sneri að framtönnum Aimee og var ýjað að því að leikkonan vissi ekki hvað flúor væri.

Sjá einnig: Brotnaði niður á götum London eftir „ljótan“ brandara SNL

Byrjuð að fylgja hvort öðru

Leikararnir komu aðdáendum aldeilis á óvart í vikunni þegar þau byrjuðu að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlum og vona að stríðsöxin sé grafin.

Walton Goggins and Aimee Lou Wood

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt