fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Fókus
Mánudaginn 28. apríl 2025 13:29

Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson segir að hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna séu hvítir íslenskir karlar sem þær treysta.

„Hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar sem þær treysta. Makar, vinir, eiginmenn og fyrrverandi makar. Við breytum ekki þeirri staðreynd með því að senda þá með fyrstu vél… ég veit ekki hvert. Ekki frekar en að senda brúna kynferðisbrotamenn upp í flugvél,“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Þorsteinn birti færsluna í kjölfar umræðu um hópnauðganir þar sem gerendur eru erlendir karlmenn. Undanfarið hefur verið fjallað um þrjá menn sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, grunaðir um tvær hópnauðganir.

Um helgina fór saga á mikið flug um meinta hópnauðgun á sextán ára stúlku yfir páskana. Málið vakti hörð viðbrögð og mikla athygli, en síðan kom í ljós að sagan ætti ekki við rök að styðjast. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeildinni, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að það væri ekkert slíkt mál til rannsóknar hjá lögreglu og að þeim hafi ekki borist nein tilkynning um slíkt brot.

Sjá einnig: Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

„Þú getur ekki falið rasismann“

„Nú fljúga myndbönd og skjáskot frá „hugrökkum“ ungum mönnum sem vilja senda tiltekið fólk frá Íslandi „með fyrstu vél heim.“ Kveikjan virðist vera hópnauðganir sem erlendir menn frömdu á skipulagðan hátt. Hryllingur sem ég fordæmi, eins og allt ofbeldi, en það eru viðbrögð ungra íslenskra manna sem ég staldra við,“ segir Þorsteinn.

„Gerendurnir eru erlendir og mögulega flóttamenn og mögulega í glæpagengi. Skiptir ekki. En hvers vegna hafa þessir ungu „hugrökku“ menn svona mikinn áhuga á þessum gerendum? Hvað með þá staðreynd að hættulegustu karlar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar? Hvert á að senda þá með fyrstu vél?

Þú getur ekki falið rasismann, karlrembuna og þjóðernishyggjuna á bakvið umhyggju gagnvart konum sem var nauðgað. Ykkur er drull um kynbundið ofbeldi og efist örugglega um tengsl skaðlegra karlmennskuhugmynda við ofbeldi. Því annars væri búið að sjást og heyrast til ykkar áður.

Sjálfhverfan, rasisminn og fordómarnir er skaðlega karlmennskan sem ég hef verið að benda á í áratug. Þessir ungu „hugrökku“ menn eru illa haldnir af karlmennskuhugmyndum sem hafa leitt okkur í einhvers konar drullupoll ótta og óreiðu. Bara ef þeir gætu staldrað við, litið inn á við og séð samhengi hlutanna.“

„Elskum karla sem hata konur og útlendinga“

„Allir (MEINTU MEINTU) ofbeldismennirnir sem voru til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum, voru rannskakaðir, kærðir og jafnvel ákærðir eru langflestir mættir allir aftur. Drullu hressir og komnir með allt sitt aftur. Þætti, samstarf, góðar stöður og MEINTU brotin þeirra eru bara á sakaskrá „woke-fasista sem hata karla“.

Við búum í einhverri ótrúlegri þversögn með konur í öllum helstu valdastöðum og best í heimi í jafnrétti en elskum karla sem hata konur og útlendinga. Og við elskum að koma gerendum undan ábyrgð af því við meikum ekki að verða hugsanlega mögulega óvinsæl eða missa gigg eða tækifæri eða eitthvað. Fokking sérplægni, sérhagsmunarúnk og meðvirkni er að skapa kjöraðstæður fyrir fasískan hægri flokk og öfga-verk einhvers hvíts sjomla sem telur konur stjórna öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“