fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Þekkt leikkona látin 43 ára að aldri

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 10:00

Émilie í þáttunum The Missing sem nutu töluverðra vinsælda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska verðlaunaleikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri, tveimur árum eftir að hún greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins. Émilie lést í gær á sjúkrahúsi skammt fyrir utan París, höfuðborg Frakklands.

Leikkonan greindi frá því í október 2023 að hún hefði greinst með nýrnahettukrabbamein. Í apríl í fyrra greindi hún frá því að meinið væri í rénun en það tók sig aftur upp undir lok síðasta árs og fór heilsu leikkonunnar hratt hrakandi síðustu vikurnar.

Émilie lék meðal annars í BBC-þáttunum The Missing þar sem hún lék lögreglukonuna Laurence Relaud. Þá vann hún til tveggja verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem besta leikkonan, í fyrra skiptið árið 1999 fyrir myndina Rosetta og aftur árið 2012 fyrir myndina Our Children. Hún vann til fjölmargra annarra verðlauna á ferli sínum.

Émilie fæddist í Belgíu þann 29. Ágúst 1981. Hún lætur eftir sig eiginmann, Michel Ferracci, og eina dóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu