fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fókus

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Fókus
Laugardaginn 27. desember 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem greindist með þriðja stigs ristilkrabbamein aðeins 24 ára gömul hvetur fólk til að hunsa ekki viðvörunarmerki líkamans, líkt og hún segist sjálf hafa gert. Konan, Paige Seifer, verkfræðingur í Denver í Colorado, segir að hún hafi lengi litið fram hjá einkennum sem síðar reyndust vera alvarleg.

Mail Online greindi nýverið frá sögu Paige, sem er nú 25 ára og talin laus við krabbameinið eftir erfiða meðferð. Umfjöllunin birtist í kjölfar frétta þess efnis að tíðni ristilkrabbameins, einkum meðal ungs fólks, hefur aukist hratt á undanförnum árum. Ísland er þar ekki undan skilið, líkt og fjallað hefur verið um.

Blóð, verkir og þreyta

Paige segir að fyrstu einkenni hennar hafi verið blóð í hægðum, viðvarandi kviðverkir og óútskýrð þreyta. Hún taldi einkennin í fyrstu saklaus og gerði lítið úr þeim.

Eftir langa og stranga lyfjameðferð og umfangsmikla skurðaðgerð er hún nú talin vera laus við sjúkdóminn og hvetur aðra til að leita læknis við fyrstu merki um að eitthvað sé ekki í lagi.

Í viðtali við Mail Online rifjar hún upp augnablikið þegar hún fékk greininguna eftir ristilspeglun.

„Mér varð óglatt – þetta var tilfinning sem ég hafði aldrei upplifað áður,“ sagði hún.
„Hugurinn fór strax á fullt: Mun ég deyja? Þetta var hræðilegt.“

Mikilvægt að greina snemma

Frekari rannsóknir leiddu í ljós að um þriðja stigs krabbamein var að ræða, sem þýðir að sjúkdómurinn hafði dreift sér út fyrir ristilinn og var því erfiðari viðureignar.

Bent er á að ef ristilkrabbamein greinist á fyrsta stigi, þegar það er eingöngu bundið við ristilinn, geta um 90% sjúklinga vænst þess að vera á lífi fimm árum síðar. Á þriðja stigi lækkar hlutfallið í um 65% og á fjórða stigi niður í um 10%. Af þessum sökum er snemmbær greining lykilatriði.

Paige segir að hún hafi fyrst tekið eftir blóði í hægðum í ágúst í fyrra og talið að um gyllinæð væri að ræða, sem getur valdið blæðingum frá endaþarmi. Læknir sem hún heimsótti tvisvar sinnum hafi verið sammála því mati.

„Ég fór til læknis sem sagði að ég væri of ung til að þetta gæti verið krabbamein og taldi þetta vera gyllinæð,“ sagði hún.

Í janúar á þessu ári ákvað hún þó að fara til meltingarlæknis til öryggis. Ristilspeglun leiddi þá í ljós stórt æxli í ristlinum.

„Um leið og meltingarlæknirinn hóf speglunina sá hann æxlið og vissi að þetta var krabbamein,“ sagði hún.

Stór vísbending

Paige hefur alla tíð verið dugleg í íþróttum og almennt hugsað vel um heilsuna, og kom greiningin henni því í opna skjöldu.

Hún segist einnig hafa fundið fyrir kviðverkjum og óþægindum áður en hún greindist.

„Hjá mér var þetta óreglulegt. Ég fann þetta ekki alltaf, en þegar það kom fannst mér eins og eitthvað væri ekki í lagi,“ sagði hún og bætti við að hún hefði upplifað ógleði, magaverki og krampa. Læknar segja að slík einkenni geti komið fram þegar æxli veldur stíflu í þörmum, sem getur leitt til uppþembu, ógleði og uppkasta.

Þriðja einkennið sem hún nefnir er þreyta, sem auðvelt er að gera lítið úr.

„Þetta er eitthvað sem hægt er að skýra með alls konar hlutum – vinnuálagi, svefnleysi eða hreyfingarleysi,“ sagði hún. „En í bland við allt hitt var þetta stór vísbending.“

Þreyta hjá ristilkrabbameinssjúklingum stafar oft af blóðleysi, sem getur myndast vegna hægs og óséðs blóðmissis frá blæðandi æxli.

Nánari upplýsingar um ristilkrabbamein má finna á vef Krabbameinsfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum