fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin

Fókus
Fimmtudaginn 25. desember 2025 16:30

LOS ANGELES, CA - JUNE 20: Director Rob Reiner (L) and wife Michele Singer attend the premiere of "The Magic of Belle Isle" at the Directors Guild of America on June 20, 2012 in Los Angeles, California. (Photo by David Livingston/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn Rob Reiner og eiginkona hans, Michele Singer Reiner, voru myrt á heimili sínu í Los Angeles þann 14. desember. Sonur þeirra, Nick Reiner, situr í varðhaldi grunaður um verknaðinn.

Vitni hafa greint frá því að Nick hafi átt hávaðarifrildi við foreldra sína kvöldið fyrir morðin í fögnuði sem var haldinn hjá grínistanum Conan O’Brien. Vitni greina frá því að Nick hafi verið í töluverðu ójafnvægi og hafi öðrum gestum staðið uggur af honum. Að sögn TMZ hafði Nick nýlega byrjað á nýjum lyfjum við geðklofa og að sögn heimildarmanna fór hegðun hans að verða meira vanstillt í kjölfarið.

US Weekly greinir frá því að í gegnum árin hafi lögreglan ítrekað verið kölluð að heimili hjónanna vegna ofbeldis í nánu sambandi, en talið er að þar hafi Nick verið að ráðast á foreldra sína. Útköllin áttu sér stað árið 2013, 2014, 2017 og svo í tvígang árið 2019.

Rob og Michele höfðu talað opinskátt um erfiðleika sonar síns, en hann hafði lengi glímt við fíknisjúkdóm. Nick fór í sína fyrstu meðferð aðeins 15 ára gamall.

Mál ákæruvaldsins gegn Nick verður þingfest í janúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn