fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Fókus
Miðvikudaginn 24. desember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg er sagður hafa neitað að vinna með leikaranum Ben Affleck eftir atvik í sundlaug upp úr aldamótum.

Þetta fullyrt leikstjórinn Mike Binder í hlaðvarpsþættinum One Bad Movie hjá Stephen Baldwin á dögunum. Spielberg er sagður hafa orðið ósáttur við leikarann vegna uppákomu sem tengdist einu af börnum leikstjórans.

Binder sagði að málið hefði byrjað þegar kvikmyndin Man About Town var á þróunarstigi og hafði Spielberg lýst yfir áhuga á að leikstýra myndinni.

„Við verðum að gera eitthvað saman,“ átti Spielberg að hafa sagt við Binder og um leið beðið hann um að skrifa eitthvað fyrir sig. Handritið að myndinni var að hluta til innblásið af raunverulegu innbrot á heimili Spielbergs og virtist allt stefna í rétta átt þar til Ben Affleck samþykkti að leika aðalhlutverkið.

Binder segir að allt hafi bent til þess að Spielberg myndi taka myndina að sér, en allt kom fyrir ekki og var Ben Affleck ástæða þess.

„Nei. Ég get ekki unnið með honum,“ á Spielberg að hafa sagt. „Við klúðruðum nýlega mynd með honum, hann er með allt þetta J. Lo-dót í gangi núna,“ og bætti hann við að ákvörðunin byggðist einnig á persónulegum ástæðum.

Þessar persónulegu ástæður voru þær að Spielberg og Ben Affleck lentu upp á kant á þeim tíma þegar Ben Affleck og Gwyneth Paltrow, guðdóttir Spielbergs, voru saman.

Segir Binder að Spielberg hafi lýst því að barnungur sonur hans hafi strítt Affleck við sundlaugarbakkann þegar þau voru öll saman í sumarfríi. Brá sonurinn á það ráð að ýta leikaranum fullklæddum ofan í laugina.

„Ben varð mjög reiður, kom upp úr lauginni, greip í hann og kastaði honum aftur ofan í laugina og lét son minn fara að gráta,“ segir Binder að Spielberg hafi sagt. Af þessari ástæðu hefði hann engan áhuga á að vinna með honum og bað hann að finna einhvern annan.

Svo fór að lokum að Binder sjálfur leikstýrði myndinni og fór Ben Affleck með aðalhlutverkið. Myndin kom út árið 2006, fór beint á DVD og vakti litla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3
Fókus
Fyrir 4 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð