

Þetta er meðal þess sem kemur fram í hlaðvarpsviðtali Michelle Obama við leikkonuna sem í tvígang hefur hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn, árin 1972 og 1979.
„Ég hélt að ég yrði ekki eldri en þrítug. Ég var viss um að ég myndi deyja ung. Æska mín var ekki mjög hamingjurík,“ sagði Jane sem er dóttir leikarans Henry Fonda og Frances Ford Seymour.
Frances svipti sig lífi þegar Jane var aðeins 12 ára og í kjölfarið tóku við erfið ár sem lituðust af lyfjamisnotkun og átröskun.
„Í eðli mínu er ég ekki fíkill en ég hélt samt að eiturlyf eða einmanaleiki myndu gera út af við mig,“ sagði hún í viðtalinu sem New York Post fjallar um. „Þannig að sú staðreynd að ég sé að verða 88 ára kemur mér enn á óvart,“ bætti hún við og tók fram að hún myndi ekki vilja breyta neinu varðandi sína fortíð.
„Ég er ákaflega hamingjusöm og óttast dauðann ekki neitt,“ sagði hún.