fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Hélt að hún yrði ekki eldri en þrítug

Fókus
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 06:30

Jamie Lee Curtis með Jane Fonda fyrr í þessum mánuði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Jane Fonda verður 88 ára þann 21. desember næstkomandi. Í augum Jane sjálfrar er það ótrúlegt að hún hafi lifað svo lengi en þegar hún var ung átti hún ekki von á því að verða mikið eldri en þrítug.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í hlaðvarpsviðtali Michelle Obama við leikkonuna sem í tvígang hefur hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn, árin 1972 og 1979.

„Ég hélt að ég yrði ekki eldri en þrítug. Ég var viss um að ég myndi deyja ung. Æska mín var ekki mjög hamingjurík,“ sagði Jane sem er dóttir leikarans Henry Fonda og Frances Ford Seymour.

Frances svipti sig lífi þegar Jane var aðeins 12 ára og í kjölfarið tóku við erfið ár sem lituðust af lyfjamisnotkun og átröskun.

„Í eðli mínu er ég ekki fíkill en ég hélt samt að eiturlyf eða einmanaleiki myndu gera út af við mig,“ sagði hún í viðtalinu sem New York Post fjallar um. „Þannig að sú staðreynd að ég sé að verða 88 ára kemur mér enn á óvart,“ bætti hún við og tók fram að hún myndi ekki vilja breyta neinu varðandi sína fortíð.

„Ég er ákaflega hamingjusöm og óttast dauðann ekki neitt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman