fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fókus

Vandræði íslensks pars í leit að konu fyrir trekant – „Við vitum ekkert hvar við ættum að byrja“

Fókus
Fimmtudaginn 2. október 2025 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að láta kynlífsfantasíur rætast á litla Íslandi eins og eitt par er að reyna að gera. Maðurinn leitaði ráða hjá netverjum á Reddit og óskaði eftir aðstoð.

„Ég og konan mín til átta ára höfum verið að gæla við hugmyndina um að reyna á threesome með annarri konu,“ sagði maðurinn og tók fram að þau séu að leita að konu á aldrinum 25 til 33 ára.

„Við vitum ekkert hvar við ættum að byrja annað en kannski Smitten og Tinder, en svo viljum við heldur ekkert gera þetta opinbert þar sem allir vita af þessu og sjá andlitin okkar og fleira.“

Hann bað netverja um ráð. „Einhverjar uppástungur? Facebook/Reddit hópar? Öpp sem er hægt að finna einhverja?“

Óþægileg stemning hjá pörum á Tinder

Netverjar tóku misvel í spurningu mannsins og sagði einn einfaldlega: „Sumu þarf ekki að deila.“

Aðrir mæltu gegn því að nota stefnumótaforrit eins og Tinder og Smitten og nota frekar síður eins og Feeld og aFetLife sem eru sérstaklega fyrir svona lagað.

Ein kona sagði að þegar hún var einhleyp og á stefnumótaforritum hafi hún alveg verið opin fyrir því að fara í trekant, en hún hafi aldrei haft áhuga að hitta pörin sem leituðu eftir bólfélaga.

„Ég fékk alltaf bad vibe af öllum prófílum sem voru að óska eftir þriðja félaga [á Tinder og Smitten],“ sagði hún.

En maðurinn segist ekki hafa áhuga á síðum eins og FetLife. „Já finnst það bara eitthvað svo óaðlaðandi og aðeins of dirty dæmi. Viljum aðeins meira casual,“ sagði hann.

Einn netverji benti þeim þá á: „Það sem þið eruð að íhuga er bara ekki mjög casual.“

Annar óskaði þeim góðs gengis. „Úff gangi ykkur vel, það er ekki af ástæðulausu að umræddar konur eru kallaðar unicorns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi
Fókus
Í gær

Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu

Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar segir þetta vera bölvaðan ósið í fjármálum – „Þú ert einfaldlega að tapa pening“

Arnar segir þetta vera bölvaðan ósið í fjármálum – „Þú ert einfaldlega að tapa pening“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn útskýrir hvað hann var að gera þegar myndin af Snorra var á skjánum

Þorsteinn útskýrir hvað hann var að gera þegar myndin af Snorra var á skjánum