fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fókus

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta

Fókus
Fimmtudaginn 2. október 2025 06:30

Beggi Ólafs. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann hefur samskipti við annað fólk.

Hann segir að það sé mikilvægt að verja tíma einn með sjálfum sér. Hann birti myndband af sér þar sem hann skrifar: „Ó, ég var ekki sorgmæddur, ég þurfti bara tíma með sjálfum mér.“

„Ég tala mikið um að skapa merkingarbær tengsl við aðra, en að verja tíma einn er alveg jafn mikilvægt. Ég þarf rými til að endurhlaða batteríin, endurspegla og vera fullkomlega til staðar fyrir fólkið í lífi mínu,“ segir hann

Sjáðu hvernig Beggi ver tíma einn hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt