fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fókus

Sagður vera strax byrjaður að hitta yngri konu

Fókus
Miðvikudaginn 1. október 2025 11:30

Keith Urban og Nicole Kidman. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að stjörnuhjónin Nicole Kidman og Keith Urban væru að skilja eftir 19 ára hjónaband. Þau eiga tvær táningsdætur saman.

Samkvæmt heimildum E! News var skilnaðurinn einhliða ákvörðun Urban, en Kidman vildi reyna að bjarga hjónabandinu.

En Daily Mail greinir frá því að afbrýðissemi Urban hafi einnig stuðlað að endalokum hjónabandsins.

Sjá einnig: Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu

Nú greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að kántrísöngvarinn sé byrjaður að hitta aðra konu og hún sé í þokkabót yngri.

Urban er 57 ára og Kidman er 58 ára.

„Allt bendir til þess að hann sé með annarri konu. Við skulum bara segja að Kidman veit af því en er mjög hissa,“ sagði heimildarmaður TMZ.

„Það eru allir í Nashville að tala um þetta.“

En hjónin eiga heimili í Nashville og býr Kidman þar ásamt dætrum þeirra. Urban er sagður búa í öðru húsnæði í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva í sjokki – Svona sér unnustinn hana

Sunneva í sjokki – Svona sér unnustinn hana