fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fókus

Baywatch-bölvunin: Krabbamein, fíkniefnadjöfullinn og ofbeldi

Fókus
Miðvikudaginn 1. október 2025 07:00

Er Baywatch-bölvunin til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Baywatch fóru upprunalega í sýningar á sjónvarpsstöðinni NBC í september árið 1989, eða fyrir 36 árum. Þótt upphafið hafi gengið brösulega og fáir haft trú á þáttunum urðu þeir fljótt vinsælustu þættir í heimi, sem hafa síðan þá alið af sér hliðarþætti (e. Spin-off), sjónvarpsmyndir og kvikmynd í fullri lengd.

Sjónvarpsstöðin Fox ætlar að framleiða glænýja þáttaröð af Baywatch með nýjum leikurum. Í tilefni þess fjallaði Daily Mail um Baywatch bölvunina svokölluðu.

Bölvunin vísar til örlaga margra leikara í Baywatch sem áttu erfitt uppdráttar eftir þættina.

Hér eru nokkur dæmi um leikara sem eru taldir hafa orðið fyrir Baywatch-bölvuninni.

Pamela Anderson.

Pamela Anderson

Pamela varð heimsfræg sem lífvörðurinn CJ en varð síðar frægari fyrir skrautlegt einkalíf eftir að kynlífsmyndband hennar og þáverandi eiginmanns hennar, Tommy Lee, var lekið.

Hún hefur áður opnað sig um að frægðin hafði mikil áhrif á andlega heilsu hennar og hefur hún þurft að vinna úr ýmsu.

David Hasselhoff og Shawn Weatherly.

David Hasselhoff

David var stjarna þáttarins og lék í yfir 200 þáttum. En hann glímdi við áfengisvanda sem fór ekki framhjá neinum, en myndband af honum ofurölvi fór á dreifingu um netheima og vakti mikla athygli. Hann er í dag edrú.

Yasmine Bleeth.

Yasmine Bleeth

Yasmine glímdi við mikinn kókaínvanda og var handtekin árið 2001.

Þegar hún var handtekin árið 2001.

Hún dró sig að mestu úr sviðsljósinu í kjölfarið.

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni -  Nýjar myndir vekja athygli - DV
Loni Willison og Jeremy Jackson.

Jeremy Jackson

Jeremy átti við mikinn fíkniefnavanda að stríða. Hann er dæmdur ofbeldismaður og var meðal annars dæmdur fyrir að stinga annan mann árið 2015. Sama ár reyndi hann að snúa til baka í sviðsljósið og tók þátt í Celebrity Big Brother en var sendur heim eftir að hann áreitti og beraði brjóst sjónvarpskonunnar Chloe Goodman. Hann hefur einnig verið sakaður um ofbeldi í nánu sambandi.

Jeremy var giftur fyrirsætunni Loni Willison sem er í dag heimilislaus.

Sjá einnig: Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Nicole Eggert.

Nicole Eggert

Nicole skaust fram á stjörnuhimininn mjög ung. Hún kom fram í fjölda kvikmynda og þátta en árið 2014 kom hún aðdáendum sínum á óvart þegar hún sagðist ætla að segja skilið við Hollywood og reka ísbíl.

Hún greindist með brjóstakrabbamein í desember 2023. Hún opnaði sig fyrst um það í viðtali við People fyrr á árinu. „Þetta hefur verið mjög erfitt,“ sagði hún.

Alexandra Paul.

Alexandra Paul

Leikkonan átti farsælan feril áður en hún varð heilsu- og lífsstílsþjálfi árið 2015.

Frægðinni getur fylgt neikvæð athygli og árið 2021 fékk hún nálgunarbann á konu sem hafði verið að áreita hana í rúman áratug. Konan keyrði einnig á eiginmann Alexöndru, Ian.

Konan er þýsk og er sögð hafa fengið Alexöndru á heilann eftir að hafa horft á Baywatch, en þættirnir voru mjög vinsælir í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matargyðjan er með ráð undir rifi hverju – Hver eru stærstu mistökin sem gestgjafi gerir?

Matargyðjan er með ráð undir rifi hverju – Hver eru stærstu mistökin sem gestgjafi gerir?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að framhjáhaldi kærastans – Viðbrögð hennar hafa slegið í gegn

Komst að framhjáhaldi kærastans – Viðbrögð hennar hafa slegið í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu