Hjónin giftu sig árið 2006 og eiga saman tvær táningsdætur. Kidman á fyrir tvö börn sem hún ættleiddi þegar hún var gift leikaranum Tom Cruise.
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá skilnaðinum sem virðist koma mörgum aðdáendum á óvart. En samkvæmt E! News kom hann líka leikkonunni á óvart.
Samkvæmt miðlinum þá var það Urban sem vildi skilnað, ekki Kidman. Hún hefur verið að reyna að bjarga hjónabandinu síðan þau fluttu í sundur í byrjun sumars.
Kidman, 58 ára, hefur verið að hugsa um dætur þeirra, Sunday Rose, 17 ára, og Faith Margaret, 14 ára, á heimili þeirra í Nashville, en Urban hefur búið í öðru húsnæði í borginni. Hann er núna á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.
Hvorki Kidman né Urban hafa tjáð sig um málið.