fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fókus

Leikarinn góðkunni óþekkjanlegur eftir áfallið – „Ég hafði verið í nuddi og tók ekki eftir neinu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. september 2025 14:30

Curry hefur ekki sést lengi á hvíta tjaldinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn dáði Tim Curry hefur ekki sést á hvíta tjaldinu í langan tíma. Ástæðan er heilablóðfall sem hann varð fyrir árið 2012. Curry lýsti áfallinu á 50 ára afmælis sýningu Rocky Horror Picture Show, myndinni þar sem hann lék sjálfan Frank N Furter.

„Ég hafði verið mjög heppinn, í rauninni,“ sagði Curry, sem hefur gert garðinn frægan í bíómyndum á borð við Clue, Home Alone 2 og It þar sem hann lék trúðinn ógnvekjandi Pennywise. „En svo snerist lukkan á föstudeginum 13. júlí árið 2012 þegar ég fékk heilablóðfall.“

Eftir áfallið hefur Curry verið í hjólastól og hefur að mestu aðeins talað inn á teiknimyndir. Á föstudag var haldin 50 ára afmælissýning Rock Horror Picture Show og Curry mætti á staðinn og ræddi um áfallið og hvernig það bar að.

„Ég var mjög veikur og fór á spítala,“ sagði Curry. „Ég hafði verið í nuddi og tók ekki eftir neinu. En maðurinn sem var að nudda mig sagðist hafa áhyggjur af mér. Hann vildi hringja á sjúkrabíl. Og hann gerði það. Ég sagði að það væri svon kjánalegt.“

En það var eins gott að hringt var á sjúkrabílinn.

„Þeir settu mig í bílinn og mjög ljúfur sjúkraflutningamaður sagðist ætla að gefa mér morfín og ég sagði: Koddu meðða,“ sagði Curry. „Ég get enn þá ekki gengið og þess vegna er ég í þessum kjánalega stól. Og það hamlar mér mjög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt