fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fókus

J.K. Rowling slær á útrétta sáttarhönd Harry Potter-stjörnu

Fókus
Þriðjudaginn 30. september 2025 10:30

J.K. Rowling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JK Rowling hefur slegið á útrétta sáttahönd leikkonunnar Emmu Watson sem varð stórstjarna fyrir að fara með hlutverk Hermoine Granger í kvikmyndunum um Harry Potter, sköpunarverk Rowling.

Það hefur eflaust farið framhjá fæstum að Rowling hefur árum saman legið undir ámælum vegna viðhorfa sinna gagnvart transfólki. Hafa meðal annars leikarar í kvikmyndunum frægu, líkt og Watson, stigið fram á undanförnum árum og formælt henni, til að mynda Daniel Radcliffe, aðalstjarna myndanna.

Á dögunum fór Watson hins vegar í viðtal þar sem hún sagði að Rowling ætti alltaf stað í hjarta sínu fyrir verk sín og þær dyr sem hafi opnast fyrir hana varðandi þátttökuna í þeim. Virtist leikkonan því rétta fram sáttahönd eftir úlfúð síðustu ára.

Rithöfundurinn heimsfrægi er þó ekki á þeim buxunum og skyldi kannski engan undra miðað við ummæli hennar á undanförnum árum. Hefur hún áður látið hafa eftir sér að hún myndi aldrei fyrirgefa Radcliffe og Watson. Fordæmingar þeirra, sem heimsfrægra leikara, hafi kallað yfir hana líflátshótanir og margskonar annað áreiti.

Hún brást því við ummælum Watson með því að hrauna duglega yfir leikkonuna.

„Eins og annað fólk sem hefur aldrei upplifað lífið án þess að hafa skjól af frægð eða auði þá er Emma með svo litla reynslu af eðlilegu lífi að hún skiluru ekki sjálf hvað hún skilur lítið,“ sagði Rowling í færslu á samfélagsmiðlinum X.

„Ég var ekki orðin milljónamæringur þegar ég var fjórtán ára. Ég bjó í fátækt á meðan ég var að skrifa bækurnar sem gerðu Emmu að stjörnu. Þess vegna skil ég, byggt á minni eigin lífsreynslu, hvaða áhrif það hefur að tala gegn kvennréttindum eins og Emma gagnvarst konum og stúlkum sem njóta ekki sömu forréttinda og hún,“ sagði Rowling ennfremur.

Þá sagði hún ennfremur að sáttahöndin væri tækifærismennska af hálfu Watson sem skynjaði það að skoðun hennar á málefnum transfólks nyti ekki sömu vinsælda og áður.

„Emmu er frjálst að hafa aðrar skoðanir en ég og henni er líka frjálst að tjá sig um mig opinberlega. En ég hef sama rétt og hef loksins ákveðið að nýta mér hann,“ sagði Rowling.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku