Grínistinn og hlaðvarpsstjórnandinn Theo Von átti ekki góða helgi ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum. Hann var með uppistand í Beacon-leikhúsinu í New York sem átti að taka upp og sýna á Netflix. Gestum þykir ólíklegt að sýningin fari í loftið enda hafi Theo ekki verið upp á sitt besta. Þvert á móti hafi hann klúðrað sýningunni svo rækilega að hann mun hafa sagt við fólk í kjölfarið að hann langaði að svipta sig lífi.
Einn aðdáandi deildi sinni upplifun á Reddit og tók fram að Theo hafi ítrekað þurft að stöðva sýninguna til að reyna að rifja upp brandarana sem hann hafði byrjað að segja. „Sýningin var hryllileg, versta uppistand sem ég hef séð, ég vorkenni honum.“
Aðdáendur lýsa sambærilegri upplifun í færslum á X.
„Það var erfitt að horfa á þetta. Hann virtist ekki hafa æft sig og var óskipulagður, hann endurtók brandara ítrekað og var greinilega að reyna að fínpússa þá fyrir myndavélina. Hann drap stemninguna í leikhúsinu. Það sem meira var þá virkaði efniviðurinn flatur og barnalegur,“ skrifar einn sem benti á Theo hafi komið með brandara meinfúsa brandara um einhverfu og að sýningin hafi verið uppfull af gyðingahatri. „Margir gengur út, ég var einn þeirra“
Last night I went to the taping of Theo Von’s new Netflix Special at the Beacon. It was hard to watch.
He seemed unrehearsed and disorganized, repeating bits multiple times clearly trying to get it right for the camera. This killed the vibe in the theater.
More than that the… pic.twitter.com/LyfEiifUc3
— Andrew Court (@agbcourt) September 28, 2025
Myndband er nú í dreifingu sem mun hafa verið tekið í lok sýningarinnar þar sem hann sagði: „Ég er að eiga langan mánuð, ég er að reyna að svipta mig ekki lífi“ og hafa aðdáendur hans nú áhyggjur af andlegri líðan hans.
Theo Von: “I’m having a long month. I’m trying not to take my own life”
What is happening? pic.twitter.com/QRVIZEfQpH
— 🦅 AlaskaBird 🪶 🇺🇸 (@AlaskaBird__) September 29, 2025
Theo vakti fyrst almennilega athygli í grínheiminum árið 2006 þegar hann keppti í fjórðu þáttaröð The Last Comic Standing. Þar komst hann ekki í úrslit en sigraði þó aðdáendakosninguna á netinu. Árið 2008 sigraði hann svo keppnina Reality Bites Back þar sem hann keppti á móti þekktum nöfnum á borð við Amy Schumer, Bert Kreischer og Tiffany Haddish. Undanfarið hefur hann þó einbeitt sér að hlaðvarpi sínu sem nýtur gífurlegra vinsælda, en það kallast This Past Weekend. Hann hefur verið umdeildur undanfarið fyrir stuðning sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta og hægrisinnaðar skoðanir, en sumir aðdáendur hans vilja meina að gagnrýnin á sýninguna hans um helgina sé runnin undan rifjum vinstrimanna.