fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fókus

Hafa áhyggjur af andlegri líðan grínista eftir að hann klúðraði uppistandi sem átti að sýna á Netflix

Fókus
Þriðjudaginn 30. september 2025 13:30

NIAGARA FALLS, ONTARIO - AUGUST 20: Theo Von performs on the OLG Stage at Fallsview Casino Resort on August 20, 2023 in Niagara Falls, Ontario. (Photo by Jeremychanphotography/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn og hlaðvarpsstjórnandinn Theo Von átti ekki góða helgi ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum. Hann var með uppistand í Beacon-leikhúsinu í New York sem átti að taka upp og sýna á Netflix. Gestum þykir ólíklegt að sýningin fari í loftið enda hafi Theo ekki verið upp á sitt besta. Þvert á móti hafi hann klúðrað sýningunni svo rækilega að hann mun hafa sagt við fólk í kjölfarið að hann langaði að svipta sig lífi.

Einn aðdáandi deildi sinni upplifun á Reddit og tók fram að Theo hafi ítrekað þurft að stöðva sýninguna til að reyna að rifja upp brandarana sem hann hafði byrjað að segja. „Sýningin var hryllileg, versta uppistand sem ég hef séð, ég vorkenni honum.“

 

Aðdáendur lýsa sambærilegri upplifun í færslum á X.

„Það var erfitt að horfa á þetta. Hann virtist ekki hafa æft sig og var óskipulagður, hann endurtók brandara ítrekað og var greinilega að reyna að fínpússa þá fyrir myndavélina. Hann drap stemninguna í leikhúsinu. Það sem meira var þá virkaði efniviðurinn flatur og barnalegur,“ skrifar einn sem benti á Theo hafi komið með brandara meinfúsa brandara um einhverfu og að sýningin hafi verið uppfull af gyðingahatri. „Margir gengur út, ég var einn þeirra“

Myndband er nú í dreifingu sem mun hafa verið tekið í lok sýningarinnar þar sem hann sagði: „Ég er að eiga langan mánuð, ég er að reyna að svipta mig ekki lífi“ og hafa aðdáendur hans nú áhyggjur af andlegri líðan hans.

Theo vakti fyrst almennilega athygli í grínheiminum árið 2006 þegar hann keppti í fjórðu þáttaröð The Last Comic Standing. Þar komst hann ekki í úrslit en sigraði þó aðdáendakosninguna á netinu. Árið 2008 sigraði hann svo keppnina Reality Bites Back þar sem hann keppti á móti þekktum nöfnum á borð við Amy Schumer, Bert Kreischer og Tiffany Haddish. Undanfarið hefur hann þó einbeitt sér að hlaðvarpi sínu sem nýtur gífurlegra vinsælda, en það kallast This Past Weekend. Hann hefur verið umdeildur undanfarið fyrir stuðning sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta og hægrisinnaðar skoðanir, en sumir aðdáendur hans vilja meina að gagnrýnin á sýninguna hans um helgina sé runnin undan rifjum vinstrimanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk saumavélina hjá mömmu sinni lánaða og lét reyna á gamlan draum

Fékk saumavélina hjá mömmu sinni lánaða og lét reyna á gamlan draum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blætið er að gera hann gjaldþrota: „Hvernig get ég hætt þegar þetta veitir mér svona mikla ánægju?“

Blætið er að gera hann gjaldþrota: „Hvernig get ég hætt þegar þetta veitir mér svona mikla ánægju?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að framhjáhaldi kærastans – Viðbrögð hennar hafa slegið í gegn

Komst að framhjáhaldi kærastans – Viðbrögð hennar hafa slegið í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðrún og Árni ræða um skömmina í kringum pegging – „Eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi“

Guðrún og Árni ræða um skömmina í kringum pegging – „Eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Berta lýsir því hvernig er að vera einhleyp í Reykjavík – Þetta gerist eftir að klukkan verður hálf fjögur um nótt

Berta lýsir því hvernig er að vera einhleyp í Reykjavík – Þetta gerist eftir að klukkan verður hálf fjögur um nótt