Málið vakti talsverða athygli fyrir viku síðan þegar Snorri komst að því að hann hafi verið til umfjöllunar í kennslustund Þorsteins.
Fólk hafði ýmislegt um þetta að segja og blandaði meðal annars Sema Erla Serdar, stjórnmálafræðingur, sér í málið.
Sjá einnig: Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum
Þorsteinn hefur nú rofið þögnina. Í hlaðvarpsþættinum Tveir kallar útskýrir hann hvað fór fram í umræddri kennslustund.
„Mig minnir að [umrædd kennslustund hafi verið] í viku 2. Og ég var að fara yfir kyn, kynvitund, kyngervi, kynhneigð, trans fólk, ég var að tala um þessi hugtök. Að kvöldi þessa dags birtist Kastljósviðtal við [Snorra Másson] þingmann og Þorbjörgu vinkonu okkar frá Samtökunum 78. Þið kannist við þetta viðtal, reikna ég með,“ segir Þorsteinn.
„Þau voru að tala akkúrat um það sem ég var að leggja inn [í tíma] og ég hugsaði, mig vantaði einmitt kveikju af því í námsmatinu er ég með umræðutíma.“
Þorsteinn ákvað að sýna nemendunum þennan Kastljósþátt og svo voru umræður í kjölfarið.
Hann fer betur yfir kennslustundina í spilaranum hér að neðan sem er brot úr nýjasta þætti af hlaðvarpinu Tveir kallar.
@tveir.kallar22: Fjölgun örvhentra. Finnið Tvo kalla á helstu miðlum. Í þessari klippu er ég að fara yfir það þegar þingmaður ályktar um vafasama kennsluhætti byggt á mynd úr tíma.♬ original sound – Tveir kallar