fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Tengdamóðir Bonnie Blue getur ekki beðið eftir að losna við hana úr lífi sínu

Fókus
Mánudaginn 29. september 2025 06:00

Bonnie og Ollie þegar allt lék í lyndi. Mynd/Skjáskot Mail Online

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáar manneskjur hafa verið jafn mikið á milli tannanna á fólki á undanförnu ári og OnlyFans-stjarnan og klámmyndaleikkonan Bonnie Blue – nema ef vera skyldi Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Nú hefur tengdamóðir Bonnie – brátt fyrrverandi tengdamóðir – stigið fram og lýst því yfir að hún getur ekki beðið eftir að losna við Bonnie úr lífi fjölskyldunnar.

Bonnie Blue hefur verið fastagestur á síðum frétta- og slúðurmiðla, meðal annars vegna vafasamra meta hennar – í janúar á þessu ári svaf hún til dæmis hjá 1.057 körlum á 12 tímum.

Það sem fáir vita er að Bonnie er í hjónabandi með manni að nafni Ollie Davidson. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að hann hafi verið með giftingarhringinn á sér þegar hann spilaði rúgbý með liði sínu Long Eaton RFC um síðustu helgi.

Hjónin hafa þó verið skilin að borði og sæng síðan í fyrra að minnsta kosti, en hringurinn á fingri Ollie gefur til kynna að skilnaðurinn sé kannski ekki jafn einfaldur og margir kynnu að halda. Móðir Ollie, Gill Davidson, staðfesti það í viðtali við Daily Mail um helgina og segir að Bonnie, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, sé „illa innrætt“.

„Tia og teymi hennar hafa skorið hann algjörlega frá og það virðist sem hann eigi ekki rétt á einni einustu krónu af auði hennar,“ segir Gill í viðtalinu við Mail .

Talið er að auðæfi Bonnie Blue hlaupi á milljörðum króna, um 34 milljónum punda, eftir ævintýri síðustu missera.

Gill segir að sonur hennar hafi reynt að halda skilnaðinum við Bonnie á góðu nótunum og hún trúir því að sonurinn eigi skilið sína sneið af auðæfunum eftir dugnað síðustu ára. Bendir hún á að hann hafi hvatt hana, stutt hana og hjálpað henni að skapa sér nafn í hinum vafasama heimi sem klámiðnaðurinn er. Segir hún að Bonnie sé „stjórnsöm og ráðrík“ fyrir að reyna að útiloka son hennar.

Bonnie hefur sjálf aldrei farið í felur með það að Ollie hafi átt stóran þátt í velgengni hennar. Þau kynntust þegar hún var 14 ára og þegar hún var 22 ára gengu þau í hjónaband. Ollie sinnti ýmsum verkefnum fyrir eiginkonu sína og var í raun í fullu starfi að sjá um hennar mál. En að sögn Gill vill hún ekki gefa neitt eftir og ekki greiða Ollie það sem hann telur sig eiga skilið.

„Honum hefur verið sagt að hann eigi enga fjárkröfu yfir höfuð, þetta sé hennar líkami og hún geri þetta allt sjálf. Tia (Bonnie Blue) hefur bara klippt algjörlega á hann” segir hún.

Gill segir að hún og eiginmaður hennar geti ekki beðið eftir að skilnaðurinn gangi í gegn.

„Við verðum fegin að losna við hana. Þetta snýst allt um hana.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London