Bíó Paradís frumsýnir á miðvikudag heimildarmyndina Sigur fyrir sjálfsmyndina. Myndin greinir frá þátttöku fimm íslenskra íþróttamanna á Heimsleikum Special Olympics á Ítalíu fyrr á þessu ári.
Myndin veitir innsýn inn í undirbúning, keppnina sjálfa og þá mannúð og virðingu sem einkennir starf Special Olympics samtakanna.
Höfundur myndarinnar, Magnús Orri Arnarsson, keppti sjálfur á leikunum í abu Dhabi árið 2019 og hefur síðan helgað sig kvikmyndagerð. Þetta er fyrsta heimildarmynd Magnúsar Orra.
Myndin gefur góða innsýn í starf Special Olympics samtakanna sem stofnuð voru af Eunice Kennedy Shriver árið 1968 og eru í dag með um 6 milljónir iðkenda um allan heim. Starfið byggir á gildum mannúðar, virðingar og jafnra tækifæra. Forsvarsmaður samtakanna í dag er Timothy Kennedy Shriver og Kennedy fjölskyldan er enn virkur bakhjarl í starfi samtakanna.
Íþróttasamband fatlaðra hefur verið umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi frá árinu 1989. Yfir 600 íslenskir keppendur frá aðildarfélögum ÍF hafa fengið tækifæri til þátttöku á vetrar og sumarheimsleikum Special Olympics í fjölmörgum greinum. Ný tækifæri hafa opnast með breyttri skilgreiningu en í upphafi var miðað við iðkendur með þroskahömlun eða „intellectual disability“. Í dag er viðmið „learning disability“ Sífellt aukin áhersla er á „unified“ þar sem ófatlaðir og fatlaðir æfa og keppa saman í einstaklings og liðagreinum.