Bandaríska matargyðjan og lífskúnstnerinn Martha Stewart á ráð undir rifi hverju þegar kemur að því að halda viðburði. Fyrsta matreiðslubók hennar, Entertaining, kom út fyrir meira en fjórum áratugum og setti Stewart á stall sem táknmynd þess hvernig hið fullkomna heimilishald ætti að vera.
Stewart, sem er orðin 84 ára, er enn að deila visku sinni og þekkingu þegar kemur að öllu sem tengist heimilishaldi og viðburðum.
„Ég vona að allir gestgjafar finni fyrir sjálfstrausti og gleði að opna heimili sín. Fyrir gesti vil ég að þeir finni sig velkomna og séu áfjáðir í að taka þátt í veislunni,“ segir Stewart, sem nýlega vann með Paperless Post að safni stafrænna boðskorta sem eru innblásin af stóru safni af skemmtiefni hennar og kímni Stweart.
Nýlega deildi Stewart nokkrum af bestu ráðum sínum fyrir skemmtanir með Page Six Style.
Hver eru bestu ráðin þín fyrir haust- og vetrarfagnaði?
Fyrir gestgjafa:
Fyrir gesti:
Hver eru stærstu mistökin sem þú sérð fólk gera?
Að vera ekki skipulagður. Að skipuleggja sig fyrirfram hjálpar virkilega mikið til að koma þér í gott skap og það hjálpar þér líka mikið við matreiðslu svo þú gleymir ekki hlutum og hráefnum.
Ég útbý lista, ég geri minnismiða, ég geri allt þetta. Þegar ég er bara að rölta um, þá er ég að lesa minnispunkta í símann minn og passa að ég hafi allt í röð og reglu. Ég geri það fyrir garðinn minn, ég geri það fyrir heimilið mitt, ég geri það fyrir þvottinn minn, ég geri það fyrir fataskápinn minn.
Hvaða gjöf er þín uppáhalds að fá sem gestgjafi?
Fersk blóm, heimagerðar kræsingar eða fallegt kerti eru alltaf vel þegin.