Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, var mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver inni á heimili hans. Hann hélt að það væri innbrotsþjófur og öskraði til hans, en var svo heldur betur hissa – og smá vandræðalegur – þegar það kom í ljós að þetta voru vinir hans að koma honum á óvart.
Beggi birti myndband af atvikinu á samfélagsmiðlum, horfðu á það hér að neðan.
@beggiolafsWell – that was awkward.♬ original sound – Beggiolafs
„Ég hélt að þetta væri innbrotsþjófur, ég var alveg: Nú þarftu að vera stór og sterkur!“ sagði Beggi við hópinn og hlógu vinir hans með honum.
„Ég elska ykkur öll og takk fyrir allt sem þið voruð, eruð og verðið.“