Tökur á myndinni standa nú yfir og segir í fréttum breskra fjölmiðla að þær muni frestast, jafnvel um nokkrar vikur, vegna slyssins.
Holland er sagður hafa dottið og fengið stóran skurð á höfuðið, en slysið varð í kvikmyndaveri Leavesden Studios í Watford á Englandi. Var hann fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann fékk aðhlynningu vegna heilahristings.
Í frétt Daily Mail kemur fram að faðir Toms, Dominic, hafi verið viðstaddur góðgerðarkvöldverð í gærkvöldi þar sem hann staðfesti að sonur hans yrði fjarri góðu gamni næstu vikur vegna slyssins.
Greint var frá því fyrir skemmstu að til stæði að frumsýna Spiderman-myndina þann 31. júlí 2026 en óvíst er hvort fresta þurfi frumsýningunni vegna slyssins.