fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fókus

Stórstjarna tók þátt í maraþoni undir dulnefni og kláraði á undir þremur tímum

Fókus
Mánudaginn 22. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann skráði sig til leiks í Berlínarmaraþoninu sem fram fór um helgina undir dulnefni og kláraði hlaupið á prýðilegum tíma, eða 2:59:13.

Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Harry Styles sé hæfileikaríkur á fleiri en einu sviði og er hann líklega í betra hlaupaformi en flestir.

Það er ekki öllum gefið að klára heilt maraþon á undir þremur tímum og hefði þessi árangur til dæmis dugað honum í 4. sætið í almennum flokki í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór í ágúst og 30. sætið í keppnisflokki.

New York Post greinir frá því að kappinn hafi skráð sig til leiks undir nafninu Sted Sarandos til að forðast það að vekja of mikla athygli. Þá var hann með hvítt hárband á höfðinu og sólgleraugu.

Þýskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að tónlistarmaðurinn vinsæli væri staddur í Berlín og til hans hefði sést á hlaupum í borginni nokkrum dögum áður en maraþonið fór fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London
Fókus
Í gær

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum