Hann segir að það besta sem þú getur gert fyrir hjónabandið þitt er að kaupa minni rúmdýnu. Hann sagði það hafa hjálpað sambandi hans og eiginkonu hans, Camilu Alves.
Leikarinn greinir frá þessu í bókinni Poems & Prayers.
Hann segir að þau hafi átt stórt rúm svo að börnin gætu sofið upp í, en svo urðu börnin of stór og færðu sig yfir í eigin herbergi.
„Ég vaknaði einn morguninn og horfði yfir til hennar og mér leið eins og hún væri óralangt í burtu,“ segir hann.
Hann segist hafa áttað sig á því að svona stórt rúm væri ekki gott fyrir hjónabandið. „Losið ykkur við það! Við fengum okkur [160x200cm] rúm í staðinn þar sem við erum upp við hvort annað. Ég er að segja ykkur það, það er gott fyrir hjónabandið.“