fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fókus

Gat ekki keypt snakk í friði þegar hann var í Biggest Loser

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. september 2025 12:17

Eyþór Árni Úlfarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Árni Úlfarsson opnar sig um upplifun sína í raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser á Íslandi.

Það hefur verið mikil umræða um þættina undanfarið eftir að nýir heimildaþættir fóru í loftið á Netflix – Fit for TV: The Reality of the Biggest Loser.

Sjá einnig: Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Biggest Loser var risastórt batterí og voru framleiddir þættir víðsvegar um heiminn, þar á meðal Íslandi. Fyrsta þáttaröðin kom út árið 2014 og komu samtals út fjórar þáttaraðir.

Rætt var við keppendur í Kastljósi á dögunum, meðal annars Eyþór Árna, sem tók þátt í fyrstu seríunni.

„Ég held ég hafi verið næstþyngsti keppandi í heiminum á þeim tíma, maður í Ástralíu var einhverjum fimm kílóum þyngri,“ sagði Eyþór.

Hann sagði að á þeim tíma hafi hann stundum lent í aðkasti. „Ég var með ólétta konu heima, fór stundum að versla og keypti snakk fyrir hana. Þá tók fólk stundum myndir og sagði: Eyþór úr Biggest Loser er að kaupa snakk í Extra. Ég var bara: Látið mig vera,“ sagði hann.

„Að vera feitabolla í sjónvarpi, á forsendum þess að þú sért offitusjúklingur, það er kannski ekkert besta athygli í heimi.“

Arna Vilhjálmsdóttir. Mynd/DV

Kastljós ræddi einnig við Jóhönnu Elísu Engelhartsdóttur, sigurvegara fyrstu seríu, og Örnu Vilhjálmsdóttur, sigurvegara annarrar seríu.

Arna var gestur í Fókus í fyrra og ræddi þar um Biggest Loser ævintýrið og hvernig henni líður í dag.

Sjá einnig: „Fyrst ég var feita stelpan þá ætlaði ég að vera fyndnasta, skemmtilegasta og besta feita stelpan sem var til“

Horfðu á Kastljós þáttinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London

Kærastinn kom henni í opna skjöldu með bónorði í London
Fókus
Í gær

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?

Mun Adele syngja í hálfleikssýningu Super Bowl?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum

Kom að eiginmanninum með hálfbróður sínum