Það hefur verið mikil umræða um þættina undanfarið eftir að nýir heimildaþættir fóru í loftið á Netflix – Fit for TV: The Reality of the Biggest Loser.
Sjá einnig: Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Biggest Loser var risastórt batterí og voru framleiddir þættir víðsvegar um heiminn, þar á meðal Íslandi. Fyrsta þáttaröðin kom út árið 2014 og komu samtals út fjórar þáttaraðir.
Rætt var við keppendur í Kastljósi á dögunum, meðal annars Eyþór Árna, sem tók þátt í fyrstu seríunni.
„Ég held ég hafi verið næstþyngsti keppandi í heiminum á þeim tíma, maður í Ástralíu var einhverjum fimm kílóum þyngri,“ sagði Eyþór.
Hann sagði að á þeim tíma hafi hann stundum lent í aðkasti. „Ég var með ólétta konu heima, fór stundum að versla og keypti snakk fyrir hana. Þá tók fólk stundum myndir og sagði: Eyþór úr Biggest Loser er að kaupa snakk í Extra. Ég var bara: Látið mig vera,“ sagði hann.
„Að vera feitabolla í sjónvarpi, á forsendum þess að þú sért offitusjúklingur, það er kannski ekkert besta athygli í heimi.“
Kastljós ræddi einnig við Jóhönnu Elísu Engelhartsdóttur, sigurvegara fyrstu seríu, og Örnu Vilhjálmsdóttur, sigurvegara annarrar seríu.
Arna var gestur í Fókus í fyrra og ræddi þar um Biggest Loser ævintýrið og hvernig henni líður í dag.
Horfðu á Kastljós þáttinn hér.