fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fókus

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?

Fókus
Mánudaginn 22. september 2025 07:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Stephen Baldwin, 59 ára, er stoltur af viðskiptaviti dóttur sinnar, Hailey Bieber.

Leikarinn talar sjaldan um dóttur sína en opnaði sig aðeins um hana í hlaðvarpsþættinum MisSPELLING með Tori Spelling.

„Ég tala aldrei um hana, en dóttur minni hefur tekist hið ómögulega, svona tæknileg séð,“ segir hann.

Hann á þá við velgengni fyrirtækis hennar, Rhode, en Hailey seldi snyrtivörumerkið til fyrirtækisins e.l.f Beauty í sumar fyrir 800 milljónir Bandaríkjadala. Hún mun samt halda áfram að gegna lykilhlutverki hjá Rhode.

Stephen á Hailey með eiginkonu sinni, Kennya Baldwin. Þau eiga einnig Alaia Baldwin sem er 32 ára gömul, Hailey er 28 ára.

Það kom mörgum á óvart að Stephen hafi tjáð sig um dóttur sína, en fyrir ári síðan gaf Hailey það sterklega í skyn að það væri stirt á milli þeirra.

„Ég er ekki mjög náin fjölskyldu minni núna því ég er mjög sjálfstæð, ég er eigin persóna og hef skapað eigin fjölskyldu,“ sagði hún við tímaritið W í júlí í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Þetta þjónar allt þeim tilgangi að þjálfa tilfinningalífið á öruggan hátt“

„Þetta þjónar allt þeim tilgangi að þjálfa tilfinningalífið á öruggan hátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir einlæg frá glímunni við fæðingarþunglyndi: „Þetta var eitthvað sem ég var ekki að tala um“

Segir einlæg frá glímunni við fæðingarþunglyndi: „Þetta var eitthvað sem ég var ekki að tala um“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Innviðaráðherra á von á barni

Innviðaráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag

Sonur Elísabetar og Páls fæddist með hraði fyrir settan dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“