Franski píanóleikarinn Julien Cohen er þekktur fyrir myndbönd sín þar sem hann dúkkar upp á opinberum stöðum og samstarf hans við aðra tónlistarmenn.
Fyrir stuttu fékk hann 30 listamenn í lið með sér í Flash Mob þar sem hópurinn flutti lag Queen, Bohemian Rhapsody, á götum Parísar.
Sjá einnig: Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Í nýju myndbandi kemur hinn 13 ára gamli Tim, sem vann The Voice Kids árið 2024, til Cohen og biður hann að spila lag Whitney Houston, I Wanna Dance With Somebody.
Cohen er fús til þess, byrjar að spila og Tim að syngja. Á veitingastaðnum situr breski söngvarinn Calum Scott, sem fyrr í mánuðinum gaf út ábreiðu af lagi Houston. Fékk hann leyfi til að nota upphaflegar söngtökur Whitney í ábreiðunni, og því hljómar hún líkt og þau taki dúett saman. Houston lést 11. febrúar 2012, 48 ára að aldri.
Scott klárar úr kaffibollanum og gengur síðan til liðs við þá félaga.
@juliencohen_piano I was playing I Wanna Dance With Somebody by @Whitney Houston Boutique with @tim_thevoicekids10 in Paris.. when @Calum Scott ♬ son original – Julien Cohen
Hér má sjá „dúett“ Scott og Houston.
Og hér er svo lagið í upphaflegum flutningi Houston árið 1987.