fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Allir hafa borið nafn stórstjörnunnar rangt fram þökk sé móður hans

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 07:27

Denzel Washiington

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Denzel Washington segir fólk alla tíð hafa borið nafn hans rangt fram og þakkar það móður sinni.

Washington mætti í þátt Jimmy Kimmel á þriðjudag og ræddi þar um rétta framburð nafnsins þegar þeir ræddu alla NFL leikmennina með sama nafni.

„Þannig veistu að þeir eru nefndir eftir mér,“ sagði Golden Globe verðlaunahafinn, 70 ára, í þættinum Jimmy Kimmel Live!. „Nafnið mitt er ekki borið fram Denzel.“

Í staðinn fyrir „DEN-zel“ sagði Washington nafnið sitt rétt: „DEN-zuhl“.

„Faðir minn heitir Denzel Hayes Washington eldri. Ég heiti Denzel Hayes Washington yngri. Móðir mín [Lennis Washington] sagði „Denzel“. Svo hún sagði: „Héðan í frá heitirðu Denzel,“ sagði Washington og notaði framburðinn sem flestir hafa notað fram að þessu. „Þannig fengum við Denzel.“

Kimmel, 57 ára, svaraði: „Það er snjallt.“ Það eru nú fjórir leikmenn að nafni Denzel í NFL, sem Kimmel segir hafa aukist eftir að Washington vann sinn fyrsta Óskar árið 1990. „Það voru núll árið 1987,“ benti Kimmel á.

„Ég veit það. Það eru margir Denzel-ar núna,“ sagði Washington.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ljósabekkir valda nú fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valda lungnakrabbameinum“

„Ljósabekkir valda nú fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valda lungnakrabbameinum“