fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fókus

Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar

Fókus
Miðvikudaginn 3. september 2025 12:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Demi Moore kemur eiginkonu leikarans Bruce Willis, Emmu Heming Willis, til varnar.

Demi Moore og Bruce Willis voru gift frá 1987 til 2000. Þau eiga saman þrjár dætur.

Bruce hefur verið giftur Emmu síðan árið 2009, það er 23 ára aldursmunur á milli þeirra og eiga þau tvær dætur saman.

Eins og kunnugt er glímir Bruce Willis við framheilabilun (e. frontotemporal dementia, FTD) sem er sjaldgæft form heilabilunar. Rúm þrjú ár eru síðan greint var frá því að leikarinn, sem varð sjötugur fyrr á þessu ári, glímdi við sjúkdóminn.

Emma greindi nýlega frá því að leikarinn býr ekki lengur með henni og dætrum þeirra, Mabel, 13 ára, og Evelyn, 11 ára, vegna veikindanna.

Demi kom ákvörðun Emmu til varnar í hlaðvarpsþætti Opruh Winfrey.

„Það er áhugavert að vera fyrrverandi eiginkonan í þessum aðstæðum, þó svo að fjölskylda okkar sé mjög samheldin,“ sagði hún.

„Svo mikið af ábyrgðinni féll á Emmu, að finna út úr þessu öllu og það fallegasta var að átta sig á mikilvægi umönnunaraðila og að þeir þurfi líka að hugsa um sig sjálfa. Ef þeir hugsa ekki um sig þá geta þeir ekki hugsað um aðra.“

Emma hefur talað opinskátt um hlutverk sitt sem umönnunaraðili eiginmanns síns síðan leikarinn greindi frá veikindunum í febrúar 2023.

„Ég finn fyrir svo mikilli samkennd með Emmu, hún er ung kona og það var engin leið fyrir hana að vita hvert þetta myndi stefna. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög vel, hún hefur sýnt mikinn styrk og hugrekki,“ sagði Demi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt eldra fólkið gaf þeim sama heilræðið í brúðkaupinu

Allt eldra fólkið gaf þeim sama heilræðið í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap