Hann var til umfjöllunar í heimildarmynd Channel 5, The Man Who Ate Himself to Death, og TLC fylgdi honum eftir í heimildarþáttunum 900 Pound Man: The Race Against Time.
Ricky var rúmliggjandi í mörg ár áður en hann lést og þurfti eiginkona hans, Cheryl, að sjá um hann. Hún gaf honum að borða, þreif hann og aðstoðaði hann við aðrar daglegar athafnir eins og að fara á klósettið.
Hann hafði ekki gengið óstuddur í sjö ár þegar hann dó og ekki farið út úr húsi lengi. Hann sagðist sakna þess að finna fyrir sólinni á andlitinu og fara í sturtu, finna vatnið leka um líkamann.
Læknar vildu senda hann í hjáveituaðgerð en hann þurfti fyrst að léttast um 40 kíló, sem gekk illa. Læknar vöruðu hann við að ef hann myndi ekki léttast þá myndi saga hans enda illa, sem því miður hún gerði.
Síðustu árin voru erfið fyrir Ricky. Hann átti erfitt með andardrátt og þurfti stundum að styðjast við öndunarvél. Hann varði öllum tíma sínum uppi í rúmi og borðaði allt að tíu þúsund hitaeiningar á dag.
Í TLC þáttunum sagði Ricky: „Ég er tilbúinn að reyna mitt allra besta, eina markmið mitt er að fá líf mitt aftur.“
Ricky og eiginkonu hans dreymdi um að stofna fjölskyldu, en Ricky sagði matarfíknina of sterka.
Eiginkonan hans, Cheryl, sagði að það væri erfitt að hunsa óskir Ricky um mat. „Þetta er mjög erfitt, því ég er eiginkona hans. Get ég stjórnað matarvenjum hans? Nei, ég get það ekki,“ sagði hún og bætti við að það væri erfitt að segja nei þegar hann bað um mat, því hann myndi ekki hætta fyrr en hún gæfi eftir.
Í nóvember 2012 hringdi Cheryl í neyðarlínuna og sagði að Ricky hefði tekið inn „einhverjar töflur“ og væri hættur að anda. Hún sagði að stuttu áður hafði hún tilkynnt honum að hún ætlaði að fara frá honum því hún elskaði hann ekki lengur.
Endurlífgunartilraunir báru engan árangur og var hann úrskurðaður látinn á heimili sínu, aðeins 39 ára gamall.