fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fókus

Umsögn bandarískra ungmenna um íslenskt nammi vekur reiði – „Vanvirðingin gagnvart drykkjunum okkar er klikkuð!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. september 2025 12:33

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk ungmenni hafa valdið talsverðum usla og móðgað suma Íslendinga fyrir umsögn þeirra um íslenskt nammi.

TikTok-notandinn Emmy, 20 ára, birti myndband af sér og vinum sínum smakka íslenskt nammi, snakk og gos og gefa því einkunn. En það sem pirraði Íslendingana í kommentakerfinu hvað mest var að margt af þessu var ekki íslensk framleiðsla, eins og Sour patch kids, Fruit drops, Fanta og Maoam bitar. En þau smökkuðu drykkina Mix, Appelsín og Grape frá Ölgerðinni og nokkrar tegundir af nammi, meðal annars Hraun, Trítla og Bananastangir.

@miniongrrrl i didn’t edit this sorry bruh… too tired.. love u iceland #iceland #snackreview ♬ original sound – emmy⭐️

Myndbandið hefur vakið mikla athygli, það hefur fengið um 55 þúsund í áhorf og hafa margir Íslendingar skrifað athugasemd við færsluna, þar á meðal nokkrir sem tóku umsögnina nærri sér.

„Vanvirðingin gagnvart drykkjunum okkar er klikkuð! Appelsín er ekki evrópskt Fanta!“ sagði einn netverji.

„Þetta er ekki fyndið,“ sagði annar.

„Hvernig myndi ykkur líða ef við myndum koma í ykkar land og smakka nammi sem þið flytjið inn og segja að það sé vont nammi í landinu ykkar? Vinsamlegast hafið meira af íslensku nammi næst þegar þið eruð að gefa íslensku nammi einkunn.“

Emmy, sem á TikTok-síðuna sem birti myndbandið sagði: „Mér þætti það í lagi ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þetta er bara nammi, snakk og gos, ekki menningarmatur.“

Þá svaraði netverjinn og sagði appelsín vera stóran hluta af íslenskri menningu.

En það voru ekki allir fúlir og stungu sumir upp á íslenskum mat fyrir þau til að smakka, eins og Kókómjólk, íslenska pylsu og Stjörnusnakk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar