fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“

Fókus
Föstudaginn 29. ágúst 2025 16:30

Ingi Þór Ágústsson. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og íþróttalýsandi, var í áhugaverðu viðtali í þættinum Segðu mér á RÚV á dögunum. Ingi Þór vakti athygli í fyrra þegar hann lýsti sundkeppni Ólympíuleikanna af mikilli innlifun.

Einn af þeim sem stigu fram og hrósuðu Inga var Egill Helgason eins og má lesa nánar um í þessari umfjöllun hér.

En Ingi á sér merkilega sögu því í þættinum kom fram að hann bjó í Júgóslavíu á sínum tíma þar sem hann hlúði meðal annars að slösuðum eftir styrjöldina sem þar geisaði á 10. áratug síðustu aldar.

Þetta gerðist ári eftir að hann útskrifaðist og fór hann frá eiginkonu sinni og tveimur börnum. Ingi gekk í breska herinn og fór sem friðargæsluliði til Júgóslavíu þar sem hann, ásamt kollegum sínum, sinnti hermönnum og óbreyttum borgurum.

„Stærstu slysin voru þegar börn og konur stigu á jarðsprengjur sem voru um allt,“ segir hann meðal annars í þættinum sem fjallað er um á vef RÚV.

Hann segist hafa kynnst því að ekki sé allt sjálfgefið í lífinu og að lífið sé býsna gott á Íslandi. Ingi kom heim árið 1999 og segir að dvölin í Júgóslavíu hafi haft töluverð áhrif á hann. „Ég kynntist mörgu og sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir,“ segir hann meðal annars.

Í þættinum fjallar Ingi Þór einnig um hjúkrunarfræðinámið og starfið sem hjúkrunarfræðingur. Kemur hann meðal annars inn á að hann skilji ekki hvers vegna ekki fleiri karlar fari í að læra hjúkrun.

Umfjöllun RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp