fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Fókus
Föstudaginn 29. ágúst 2025 13:30

Karl Bretakonungur og sonur hans Harry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins mun á næstu vikum hitta föður sinn, Karl Bretakonungs, augliti til auglitis í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Hertoginn af Sussex mun heimsækja Bretlandseyjar til að styðja við góðgerðarsamtökin WellChild og þar mun hann hitta Karl og eiga með honum fund í kjölfarið.

Breskir miðlar greina frá þessu og hafa eftir sérfræðingum að möguleiki sé á að feðgarnir muni ná sáttum, eitthvað sem virtist litlar líkur á fyrir nokkrum mánuðum. Í júlí var greint frá því að fulltrúar feðganna hefðu hist á fundi til að hefja „friðarviðræður“ og þær hafa nú borið þennan ávöxt. Um sé að ræða fyrsta skrefið í átt að því að laga samband feðganna.

Ljóst er að aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar, sem margir verið í öngum sínum yfir deilunum, munu kætast við þessi tíðindi. Skuggahliðin er hins vegar sú að Vilhjálmur Bretaprins, bróðir Harry, afþakkaði boð um að hitta bróður sinn og því er ekki von á sáttum þeirra á milli í bráð. Hafa aðilar innan konungsfjölskyldunnar verulega áhyggjur af því að sambandi þeirra verði hreinilega ekki bjargað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 1 viku

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 1 viku

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi