Trainor skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 með slagaranum All About That Bass.
Undanfarið hefur söngkonan grennst en aðdáendum finnst hún hafa grennst það mikið að hún sé óþekkjanleg.
Þó að Trainor hafi slökkt á athugasemdum við myndbandið fór samt af stað mikil umræða um útlit hennar á öðrum miðlum.
„Er þetta Meghan Trainor?“ sagði einn netverji.
„Getur ekki verið að þetta sé Meghan Trainor,“ sagði annar.
„Hún er greinilega ekki „all about that bass“ lengur,“ sagði einn og var þá að vísa í lagið hennar, en það fjallar um líkamsímynd og að elska sig í alls konar líkama. Hún syngur meðal annars í laginu: „You know I won’t be no stick-figure, silicone Barbie doll.“
Trainor, 31 árs, hefur verið opin um þyngdartap sitt og að hún sé á þyngdarstjórnunarlyfinu Mounjaro.
Söngkonan gekkst nýverið undir brjóstaaðgerð.
Sjá einnig: Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna
Trainor á tvo syni, Riley, 3 ára, og Barry, 20 mánaða, með eiginmanni sínum, Daryl Sabara.