fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Fókus
Föstudaginn 22. ágúst 2025 13:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Carl Williams, sem var einn hættulegasti glæpaforingi Ástralíu um árabil, er orðin fullorðin.

Dhakota Williams, 24, var nýlega í fríi í Grikklandi og deildi nokkrum myndum á Instagram.

Mynd/Instagram

Carl Williams var einn af helstu fíkniefna- og skipulögðu glæpaleiðtogum í Melbourne á tíunda áratugnum og fram á fyrstu ár 21. aldar.

Hann var talinn lykilmaður í undirheimastríði Melbourne sem var kallað „Melbourne gangland killings“, þar sem tugir manna voru drepnir.

Williams fór í fangelsi árið 2007 fyrir ýmis brot, meðal annars þrjú morð. Hann var drepinn í fangelsinu árið 2010, 39 ára að aldri.

Dhakota hefur talað fallega um föður sinn og segir minningarnar af honum hlýjar. En vegna glæpa hans hafa hún og móðir hennar, Roberta, átt erfitt með að „finna venjulegt starf“ og byrjuðu þær báðar að selja klámfengið efni á OnlyFans.

Mynd/Instagram

Hún sagði í viðtali við The Daily Telegraph að það hafi verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu vegna föður síns og að fólk hafði ákveðna hugmynd um hvernig manneskja hún er.

„Þetta gerir mig ákveðna að sanna fyrir fólki að það hefur rangt fyrir sér. Sama hvað foreldrar mínir gerðu eða gerðu ekki, það hefur engin áhrif á hvernig manneskja ég er,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“