Þetta segir fyrrverandi húsþjónn konungsfjölskyldunnar Grant Harrold í nýrri sjálfsævisögu – The Royal Butler. The Telegraph greinir frá.
Hann segir að eftir að athöfnin var búin og fólk fór að yfirgefa kirkjuna hafi Filippus komið út, snúið sér að drottningunni og sagt: „Thank f–k that‘s over.“
Harry og Meghan giftust árið 2018 og sögðu skilið við konungslífið árið 2020. Filippus prins lést árið 2021 og Elísabet drottning ári seinna.