fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Fókus
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 13:19

Brynjar Níelsson og gosbrunnurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson héraðsdómari var heldur betur hissa þegar hann komst að því að það sem að hann hélt að væru bilaðar lagnir væri í raun listaverk.

Hann segir frá þessu í pistli á Facebook.

„Vinnu minnar vegna geng ég Hafnarstrætið nánast daglega, sem nú um stundir er göngugata að hluta. Tók eftir því í sumar að það gutlaði alltaf vatn upp úr götunni og þurfti ég að tipla á milli pollanna, sem voru um alla götuna, til að komast leiðar minnar. Gerði ég ráð fyrir að lagnir í götunni væru bilaðar,“ segir hann.

„Þar sem ekkert breyttist þegar leið á sumarið og ég kom alltaf votur um fæturna í vinnuna ákvað ég að athuga þetta sinnuleysi starfsmanna Veitna. Kom þá í ljós að þetta, sem ég hélt að væri bilaðar lagnir, reyndist vera gosbrunnur, og að auki stórkostlegt listaverk að mati sérfræðinga, eiginlega á pari við Trevi-gosbrunninn í Róm. Fékk að vita að smíði hans hefði kostað minna en leikskólinn Brákarborg og létti mér mjög við það.“

Orð Brynjars um listaverkið hafa slegið í gegn og hafa margir gaman að þessu.

Einn segir að um sé að ræða snobbmenningu á Íslandi sem er  „skrumskæling, sýndarmennska og yfirborðsleikur sem á að fela menningarlega fátækt og innri tómið sem ríkir meðal elítunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Fókus
Í gær

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR