fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stacy Brooks er bandarískur bloggari og blaðamaður. Hún heldur úti síðunni TangledUpInFood.com og skrifaði nýverið færslu um heimsókn sína til Íslands fyrr í sumar og deilir nokkrum góðum sparnaðarráðum.

„Ef þú hefur einhvern tíma talað við manneskju sem hefur farið til Íslands mun hún örugglega byrja á því að segja tvennt: „Það er svo fallegt þarna!“ og svo „og mjög dýrt!“ segir Stacy.

Sjá einnig: Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland er einn dýrasti áfangastaður heims og tók Stacy nokkur dæmi frá ferð hennar á klakann í júní síðastliðnum.

„Tvær kökusneiðar, heitt súkkulaði og kaffibolli – 3700 krónur

Tvær súpuskálar með brauði – 4700 krónur

Kjöt- og ostabakki fyrir tvo – 8000 krónur

Fiskur og franskar, fiskikássa og einn bjór – 8800 krónur.“

„Sem betur fer eru alls konar leiðir til að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn,“ segir hún og gefur ráð fyrir fólk sem er með takmarkað fé á milli handanna.

Skyr ódýrara í Englandi en á Íslandi - Munurinn getur verið meira en 100  krónur - DV

Komdu með mat að heiman

„Pakkaðu mat sem geymist vel (af því gefnu að matarverð í heimalandi þínu sé lægra en á Íslandi). Það tryggir líka að þú hafir alltaf eitthvað að borða og þarft ekki að fara út að borða eða kaupa dýrar matvörur,“ segir Stacy.

„Við tókum með okkur granóla og instant hafragraut. Ég blandaði granóla við skyr sem ég keypti í matvörubúð og í kvöldmat tókum við með okkur lúxus „Mac and cheese“ og linsubauna-dahl sem er hægt að hita í örbylgjuofni.“

Hún hvetur fólk til að fara ekki út að borða morgunmat, heldur vera með nesti og spara þannig pening. Ef fólk kemur ekki með mat að heiman er hægt að fara í matvöruverslun og kaupa til dæmis skyr eða jógúrt.

Það sama með kvöldmatinn. Hún pantaði gistingu með eldhúsi svo hún gæti eldað þar og sleppt því að fara út að borða.

Drekktu kranavatn

Stacy hvetur ferðamenn til að sleppa því að kaupa vatn í flöskum eða gosdrykki og drekka bara kranavatnið.

Fjárdráttur í Bónus til rannsóknar - DV

Verslaðu í Bónus

Stacy mælir með að ferðamenn versli í Bónus. „Þetta er klárlega ekki lúxusupplifun, verslunin minnir á vöruhús, svolítið eins og Costco […] Og í Bónus er minna úrval heldur en í Nettó og Krónunni, sérstaklega varðandi bakkelsi og tilbúnar matvörur, en þú finnur samt allt það helsta.“

Farðu í lautarferð

„Með smá skipulagi geturðu sleppt því að fara út að borða í hádeginu og farið í staðinn í lautarferð. Flestar matvöruverslanir selja samlokur, eða þú getur búið til þína eigin,“ segir Stacy og bendir á að víðsvegar um landið megi finna bekki þar sem er hægt að borða og njóta náttúrunnar.

Hún tekur það fram að veðrið getur verið breytilegt. „Þannig verið tilbúin að þurfa að borða í bílnum.“

Borðaðu pylsu

Stacy mælir með íslensku pylsunni og segir hana betri en þær sem fást í Bandaríkjunum.

Fleiri ráð

Næst gefur Stacy þeim ráð sem eru tilbúnir að eyða aðeins meiri pening en eru samt að spara. Eins og að fá sér súpu á veitingastöðum og kaupa bjór í Vínbúðinni.

En ef fólk vill leyfa sér þá hvetur hún það til að velja íslenskt og velja einstaka staði og máltíðir sem þú getur ekki fengið í heimalandinu. Hún nefnir sérstaklega Friðheima, Efstadal II, Freya Café og Fjöruhúsið Café.

Færslu Stacy má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Í gær

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið