Breska konan Millie Smith, 21 árs, er orðin þreytt á því að vera kölluð öllum illum nöfnum og sökuð um að vera með „litla bróður“ sínum.
Millie er í sambandi með Chelsea, 23 ára. Þrátt fyrir að vera tveimur árum eldri halda margir að Chelsea sé ungur drengur, bróðir Millie eða jafnvel sonur hennar.
@mimiandchow Favourite question 🥰😬 #fyp #10k❤️ #letsget10kfollowers🔥🎉🥺 #becomingacontentcreator #lgbtq🏳️🌈 #gay ♬ original sound – 🔥Kyle_igop🔥 – 🔥xan_igop🔥
Það sem virðist hafa áhrif á þetta er unglegt útlit Chelsea og að hún sé um þrettán sentímetrum lægri en Millie, um 155 sm.
„Þetta er út í hött, sérstaklega þar sem Chelsea er eldir en ég. Sumir kalla hana son minn, frænda eða bróðir,“ segir Millie. Daily Mail greinir frá.
Hún segir þetta hafa áhrif á hvernig þær hegða sér meðal almennings, þeim líði oft ekki vel með að leiðast eða kyssast á almannafæri.
„Við höfum sætt okkur við það,“ segir hún.
Millie og Chelsea eru ekki þær einu sem hafa glímt við þennan vanda. Hinar bresku Lauren Evens og Hannah Kaye gengu í það heilaga eftir tveggja ára samband. Þær voru yfir sig ástfangnar og hamingjusamar á brúðkaupsdaginn og voru spenntar að deila myndum frá deginum á samfélagsmiðlum. En þá byrjaði stormurinn. Lauren fékk yfir sig holskeflu ljótra athugasemda og var gagnrýnd fyrir að giftast svona ungum einstaklingi. Hún var kölluð barnaníðingur og öðrum ljótum nöfnum.
Þær voru mjög hissa, þar sem Lauren er 31 árs og Hannah er bara tveimur árum yngri, 29 ára. Málið er að Hannah er svo ungleg og lendir reglulega í því að fólk haldi að hún sé ungur strákur.
„Ég bjóst aldrei við því að vera kölluð barnaníðingur fyrir að giftast 29 ára konu,“ sagði Lauren í Life Stories á YouTube.
Sjá einnig: „Þegar fólk heldur að 29 ára eiginkona mín sé 10 ára sonur minn“