„Einn daginn, þegar dóttir mín var að leggja sig, ákvað ég að skoða kjólinn betur og sjá hvað stóð á kjólum,“ sagði Savannah í myndbandi á TikTok.
Einn textinn sem hneykslaði hana var: „Viltu leita að páskaeggjum undir sænginni?“ (Want to have an Easter egg hunt under the covers?)
Hún sá fleiri óviðeigandi textabrot á kjólnum. Eins og: „Þú færð ókeypis peep show fyrir þennan miða.“ (This coupon entitles you to one free peep show!)
Og: „Látum eins og við séum kanínur og gerum það sem kemur náttúrulega“
Það sem Savönnuh þótti furðulegast var: „Þú hefur verið besti eiginmaður og vinur sem stelpa gæti óskað sér.“ (You’ve been the best husband and friend a girl could have ever asked for.)
Savannah sagðist vilja vara aðra foreldra við að skoða föt barnanna sinna gaumgæfilega. Netverjar voru í áfalli yfir barnakjólnum.
„Heimurinn er svo óhugnanlegur,“ sagði einn.
Verslunin sem seldi kjólinn hefur brugðist við og beðist afsökunar.
„Ég vil biðjast afsökunar á óviðeigandi texta á einni flík sem er seld í versluninni minni. Um er að ræða vöru frá öðrum birgja og ég tók ekki eftir textanum áður en kjóllinn fór í sölu. Textinn endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég stend fyrir eða styð,“ kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.