Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að neistinn sé slokknaður.
Perry, 40 ára, og Trudeau, 53 ára, sáust nokkrum sinnum saman á stuttum tíma og var greint frá því að þetta væri að þróast hratt hjá þeim.
Vinir Perry voru áhyggjufullir, bæði vegna þess að mjög stutt er síðan hún og leikarinn Orlando Bloom hættu saman, en einnig því Trudeau er þekktur kvennabósi.
Sjá einnig: Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Áhyggjur vinanna voru óþarfar miðað við nýjustu fregnir en Page Six greinir frá því að samskipti þeirra hafa minnkað verulega undanfarnar tvær vikur.
„Hún er upptekin, hann er upptekinn,“ sagði heimildarmaður við miðilinn.
„Það er mikið að gera hjá þeim og þetta er ekki lengur nýtt og spennandi. En það er ekkert slæmt, þau eru bara ekki í stöðugum samskiptum lengur. Það gæti breyst, en eins og staðan er núna þá hefur þetta dvínað.“
Heimildarmaðurinn sagði einnig að fyrrverandi forsætisráðherrann hafi ekki verið sáttur með alla athyglina sem þau fengu þegar myndir af fyrsta stefnumótinu þeirra fóru í dreifingu. Hann sagði að Trudeau hafi ekki verið tilbúinn fyrir alla athyglina sem fylgir því að vera með Perry.
„Þetta getur verið yfirþyrmandi,“ sagði heimildarmaðurinn.
Annar heimildarmaður sagði við Page Six að Perry og Trudeau séu bara vinir.
Trudeau skildi við eiginkonu sína, Sophie Grégoire, árið 2023 eftir átján ára hjónaband. Þau eiga þrjú börn saman.
Perry og Bloom hættu saman í sumar eftir tíu ára samband, þau eiga dóttur saman.