fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Fókus
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 09:30

Justin Trudeau og Katy Perry. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stutta ástarævintýrið á milli söngkonunnar Katy Perry og fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, virðist vera á enda.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að neistinn sé slokknaður.

Perry, 40 ára, og Trudeau, 53 ára, sáust nokkrum sinnum saman á stuttum tíma og var greint frá því að þetta væri að þróast hratt hjá þeim.

Vinir Perry voru áhyggjufullir, bæði vegna þess að mjög stutt er síðan hún og leikarinn Orlando Bloom hættu saman, en einnig því Trudeau er þekktur kvennabósi.

Sjá einnig: Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Áhyggjur vinanna voru óþarfar miðað við nýjustu fregnir en Page Six greinir frá því að samskipti þeirra hafa minnkað verulega undanfarnar tvær vikur.

„Hún er upptekin, hann er upptekinn,“ sagði heimildarmaður við miðilinn.

„Það er mikið að gera hjá þeim og þetta er ekki lengur nýtt og spennandi. En það er ekkert slæmt, þau eru bara ekki í stöðugum samskiptum lengur. Það gæti breyst, en eins og staðan er núna þá hefur þetta dvínað.“

Ekki ánægður með athyglina

Heimildarmaðurinn sagði einnig að fyrrverandi forsætisráðherrann hafi ekki verið sáttur með alla athyglina sem þau fengu þegar myndir af fyrsta stefnumótinu þeirra fóru í dreifingu. Hann sagði að Trudeau hafi ekki verið tilbúinn fyrir alla athyglina sem fylgir því að vera með Perry.

„Þetta getur verið yfirþyrmandi,“ sagði heimildarmaðurinn.

Annar heimildarmaður sagði við Page Six að Perry og Trudeau séu bara vinir.

Trudeau skildi við eiginkonu sína, Sophie Grégoire, árið 2023 eftir átján ára hjónaband. Þau eiga þrjú börn saman.

Perry og Bloom hættu saman í sumar eftir tíu ára samband, þau eiga dóttur saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“