fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín og börnin þrjú, Georg, 12 ára, Charlotte, 10 ára, og Louis, sjö ára, hyggjast búa í Fort Lodge, átta svefnherbergja höll í Windsor Great Park sem verður „heimili þeirra að eilífu“, að því er Daily Mail greindi frá á sunnudag.

Vegna þessa voru tvær aðskildar fjölskyldur sem bjuggu í sumarhúsum við hliðina á höllinni beðnar um að yfirgefa eignir sínar fyrr í sumar.

„Þeim var sagt að flytja út. Ég held að þeim hafi verið gefið annað húsnæði, en þeim var sagt að þau yrðu að flytja,“ fullyrti heimildarmaður við miðilinn. „Þau bjuggust ekki við því. Þessi hús eru mjög nálægt Fort Lodge, svo enginn vill að einhver Jón búi í þessum húsum ef konungsfjölskyldan verður þar,.“ 

Samkvæmt fréttinni voru fjölskyldurnar leigjendur hins opinbera. Þeim var ekki send útburðartilkynning og þau hafa síðan flutt í svipað eða betra húsnæði annars staðar á svæðinu.

Hjónin eru sögð vonast eftir nýju upphafi við flutninginn í Fort Lodge og greiða þau sjálf fyrir flutningana án aukakostnaðar fyrir skattgreiðendur.

Fort Lodge

Konungsfjölskyldan býr nú í Adelaide Cottage, sem er staðsett nálægt Windsor kastala í Berkshire á Englandi. Þau fluttu þangað árið 2022 til að vera nálægt Lambrook skóla barnanna. Fjölskyldan mun flytja í Fort Lodge síðar á þessu ári.

The Sun greindi frá því að Fort Lodge sé virði um það bil 21 milljón dala og að fjölskyldan væri að leita að nýju umhverfi eftir nokkur erfið ár vegna krabbameinsbaráttu Katrínar.

„Windsor er orðið heimili þeirra,“ sagði heimildamaður við fjölmiðla um ástæður Vilhjálms og Katrín fyrir því að vilja vera áfram í sama hverfi. „Hins vegar hafa síðustu árin, meðan þau hafa búið í Adelaide Cottage, verið mjög erfiðir tímar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“