fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. ágúst 2025 10:13

Katla og Elín í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósbrot í leikstjórn og eftir handriti Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard, er ein af sjö kvikmyndum sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025, einna virtustu menningarverðlauna á Norðurlöndum.

Myndin, sem var valin besta kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni 2025 og er margverðlaunuð,  keppir í flokki sjö kvikmynda. Í fyrsta sinn er færeysk kvikmynd tilnefnd.

Rökstuðningur dómnefndar: Una, aðalpersóna myndarinnar, glímir við innri ólgu sem birtist í speglum og spegilmyndum og er sprottin af mikilli leynd sem einkenndi ástarsamband hennar. Elín Hall fer með hlutverk Unu og með hrárri berskjöldun leiðir hún áhorfendur í gegnum tilfinningaþrungið ferðalag þar sem sorgin kraumar undir niðri. Ljósbrot fjallar um hverfulleika tilverunnar og það hvernig allt getur breyst á augabragði. Ljóðrænt raunsæi Rúnars Rúnarssonar setur hið ósagða framar því sem sagt er beinum orðum um leið og óvæntri kímni er fléttað inn í frásögnina. Með því að leyfa því harmræna og því fyndna að standa samhliða kemst Rúnar hjá því að lýsa sorginni sem einvíðu fyrirbæri og sér jafnframt til þess að kvikmyndin endurspegli hið oft og tíðum mótsagnakennda róf mannlegra tilfinninga í heild.

Myndin, sem hlaut lofsamlega dóma og var jafnframt opnunarmynd Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024 þar sem hún var frumsýnd, hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna.

Ljósbrot var valin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni 2025 og hlaut alls fimm Eddur og hlaut Drekaverðlaunin sem besta norræna kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda fyrr á árinu. Rúnar Rúnarsson, sem hlotið hefur fjölda verðlauna fyrir kvikmyndaverk sín á borð við Eldfjall, Þresti og Bergmál ásamt stuttmyndinni O, hefur vakið innlenda og alþjóðlega athygli fyrir Ljósbrot.

Árið 2025 markar sérstakt tímamót í sögu verðlaunanna: í fyrsta sinn eru sjö kvikmyndir tilnefndar, þar af þrjár eftirminnilegar heimildarmyndir og er færeysk kvikmynd tilnefnd í fyrsta sinn.

Tilnefningar kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 eru:

  • Danmörk / Min Evige Sommer leikstjórn: Sylvia Le Fanu, handrit: Mads Lind Knudsen, Sylvia Le Fanu, framleiðandi: Jeppe Wowk. (sjá stiklu)
  • Finnland / The Helsinki Effect handrit og leikstjórn: Arthur Franck, framleiðendur: Sandra Enkvist, Arthur Franck, Oskar Forstén. (sjá stiklu)
  • Færeyjar / Seinasta paradís á jørð leikstjórn: Sakaris Stóra, handrit: Tommy Oksen, Mads Stegger, Sakaris Stórá, framleiðandi: Jón Hammer. (sjá stiklu)
  • Grænland / WALLS – Akinni Inuk leikstjórn: Sofie Rørdam og Nina Paninnguaq Skydsbjerg, framleiðandi: af Emile Hertling Péronard.
  • Ísland / Ljósbrot leikstjórn og handrit: Rúnar Rúnarsson, framleiðandi: Heather Millard, Rúnar Rúnarsson. (sjá stiklu)
  • Noregur / Drømmer leikstjórn og handrit: Dag Johan Haugerud, framleiðendur: Yngve Sæther, Hege Hauff Hvattum. (sjá stiklu)
  • Svíþjóð / Israel Palestine på svensk tv 1958-1989 leikstjórn og handrit: Höran Hugo Olsson, framleiðandi: Tobias Janson. (sjá stiklu)

Um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2022. Þau voru síðan stofnuð formlega árið 2005 og eru veitt árlega um leið og verðlaun Norðurlandaráðs á sviði tónlistar, bókmennta og umhverfismála. Kvikmyndaverðlaununum er stýrt af Nordisk Film & TV Fond. Verðlaunaféð nemur 300. þúsund danskra króna og skiptast þau á milli leikstjóra, handritshöfunda og framleiðanda verksins.

Verðlaunakvikmyndin verður kunngjörð þann 21. október 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?