Hin 29 ára Lana Madison gegnir nokkuð sérstöku starfi. Hún er með um 76 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og leita nú konur til hennar sem gruna kærastann eða eiginmanninn um framhjáhald til að koma upp um kauða.
„Þær senda mér skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og biðja mig um að daðra við kærastann þeirra til að komast að því hvort hann muni halda framhjá. Konur sem gruna kallinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru,“ sagði Madison nýlega í samtali við Jam Press.
„Staðreyndin er sú að margir þeirra eru til í það. Ég ætlaði ekki að verða raunveruleg hunangsgildra (e. Honey trap). En þegar nokkrar konur á netinu sáu hvernig ég lít út og hvað ég geri í vinnunni, þá áttuðu þær sig á því að ég er hin fullkomna freisting. Ef maðurinn þinn stenst mig, þá er hann traustur og ef ekki, þá ertu komin með þitt svar. Ég er ekki hérna að eyðileggja sambönd, ég er bara að sýna konum fram á stöðuna.“
Madison er ekki beint að selja þjónustu sína, en orðrómurinn um þjónustu hennar berst hratt. Hún er sögð rukka 5.000 dala fyrir hvert verkefni við að prófa hollustu kærastans með því að nota upplýsingar mannsins á samfélagsmiðlum eða í síma.
Innan nokkurra klukkustunda er hún farin að senda einkaskilaboð til mannsins og senda sönnunargögn til konu hans um hvort maðurinn daðri eða gangi lengra.
„Stundum þarf bara eina sjálfsmynd og skemmtilegan emoji. Ég hef lent í því að karlmenn vilja hitta mig strax sama kvöld. Það er hreinlega ótrúlegt hversu hratt þeir eru tilbúnir að brjóta trúnaðinn í samabandi sínu.“
Kona sem sendi Madison skilaboð brast síðar í grát eftir að hafa séð skjáskotin frá henni. „Ég vissi það, ég þurfti bara sönnun,“ sagði hún við Madison.
Deila má um hvort aðferð Madison eigi rétt á sér eða ekki, en hún er ekki í neinum vafa. Madison telur betra að þú vitir það strax hvort maki þinn sé þér trúr eða ekki. Madison heldur því fram að hún sé bara glæsilegur einkaspæjari og segist fagmannleg, hún hittir ekki karlmennina í eigin persónu og vinnan sem hún fer í er samþykkt fyrirfram af viðskiptavinum hennar.
„Það er ótrúlegt hversu margir karlar hika ekki einu sinni við að láta undan freistingum. Ég hef ekki samband við neinn sjálf. Þessar konur leita til mín og og ég skil þær vel, ég myndi líka vilja vita hvort makinn væri mér trúr.
Sumar stelpur segja við mig: ,Ef hann heldur framhjá mér með þér, þá veit ég að minnsta kosti að hann hefur smekk“ , sem er svolítið sætt á óbeinum hátt. Aðrar munu þakka mér fyrir að bjarga þeim frá því að sóa árum af lífi sínu með karlmanni sem er ekki þess virði.“