fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 09:30

Anna Wintour. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjórastóll Vogue er líklega sá eftirsóttasti innan tískuheimsins, enda hefur núverandi ritstjóri Anna Wintour haft afgerandi áhrif innan tískuheimsins. Leit að eftirmanni hennar hófst þegar Wintour, 75 ára, tilkynnti í júní að hún væri að hætta sem ritstjóri bandaríska Vogue eftir að hafa verið ritstjóri tímaritsins í 37 ár.

„Þegar ég varð ritstjóri Vogue var ég áköf að sanna fyrir öllum að það væri til ný, spennandi leið til að ímynda sér bandarískt tískutímarit,“ sagði hún við starfsfólk.

„Nú finn ég að mesta ánægja mín er að hjálpa næstu kynslóð ástríðufullra ritstjóra að stíga fram með eigin hugmyndir, studdar af nýrri og spennandi sýn á það hvað stórt fjölmiðlafyrirtæki getur verið.“

Nýi yfirmaðurinn mun þó ekki fá ritstjóratitilinn líkt og Wintour, heldur verður hann yfirmaður ritstjórnarefnis. Hann mun einnig heyra undir Wintour, sem heldur áfram sem alþjóðlegur ritstjóri Vogue og yfirmaður efnismála hjá Condé Nast.

„Ég mun fylgjast mjög vel með tískuiðnaðinum og skapandi menningarafli sem er einstakt Met Ball okkar, og kortleggja stefnu framtíðar Vogue Worlds, og allar aðrar frumlegar og óhræddar hugmyndir sem við gætum komið með,“ segir Wintour.

Fáir munu hafa komið til greina sem eftirmaður Wintour og munu yfirmenn Condé Nast, þar á meðal forstjórinn Roger Lynch og Anna Wintour, hafa valið fáa umsækjendur og munu þeir hafa verið 4-5, og einhverjir þeirra utan fyrirtækisins.

Chloe Malle

Heimildir herma að Chloe Malle sé líklegust. Malle er dóttir leikkonunnar Candice Bergen og franska kvikmyndaleikstjórans Louis Malle. Malle, 39 ára, starfar nú sem ritstjóri Vogue.com og er í uppáhaldi hjá starfsfólki Vogue. Hún tók nýlega viðtal við Lauren Sanchez fyrir forsíðu Vogue fyrir glæsilegt brúðkaup hennar í Feneyjum og Amazon-milljarðmæringsins Jeffs Bezos.

Nýi ritstjórinn ætti að vera tilkynntur fyrir upphaf tískuvikunnar í New York, sem hefst 11. september og stendur til 16. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna