fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, hlaut um helgina tvenn verðlaun á DRIM SFF alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Norður-Makedóníu.

Dómnefndin var einhuga í niðurstöðu sinni og veitti myndinni annars vegar verðlaun sem besta mynd hátíðarinnar sem og besta mynd hátíðarinnar í alþjóðlegum flokki.

Úrskurður dómnefndarinnar var svohljóðandi: Kvikmynd sem sker sig úr fyrir dýpt sögunnar, snilldarlega leikstjórn, frábæran leik og áhrifamikla myndatöku. Um er að ræða heilsteypt afrek á öllum sviðum kvikmyndagerðar,  ekki aðeins tæknilega heldur líka tilfinningalega, mynd sem lætur engan ósnortinn.”

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd  á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan. Eru þetta fimmtándu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025 sem og í forval til Óskarsverðlaunanna 2026.
Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 6 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins